Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 104
langar mig að hrópa, ekki frekar en eiginmenn og eiginkonur. Eina ófrávíkj-
anlega reglan er sú, að þó að þeir virðist vera það, þá er það ekki svo. Aldrei
hélt ég að mín kona væri fullkomin. Ég elskaði hana, en ég var ekki neitt að
blekkja sjálfan mig. Ég man ... Nei, látum það bíða til betri tíma.
Ég ætla frekar að rifja upp annan fyrirlestur sem ég hlustaði á fyrir
nokkrum árum á bókmenntahátíðinni í Cheltenham. Fyrirlesarinn var pró-
fessor frá Cambridge, Christopher Ricks, og þetta var alveg glansandi upp-
troðsla. Skallinn á honum glansaði ákaflega mikið, skórnir hans voru
glansandi svartir og fyrirlesturinn var svo sannarlega glansandi líka. Efhið
var „Mistök í bókmenntunum og hvort þau skipta máli.“ Til dæmis
Évtúsénkó, hann gerði víst svakalega skyssu í einu af kvæðunum um amer-
íska næturgalann. Púskín fór með tóma dellu varðandi hermannabúning á
dansleikjum. John Wain fór með fleipur um Hírósíma-flugstjórann.
Nabokov — þetta kemur raunar dálítið á óvart — hann áttaði sig ekki á
hljóðfræði nafnsins Lolita. Dæmin voru fleiri: Coleridge, Yeats og Browning
voru meðal þeirra sem voru staðnir að því að vita ekki muninn á hauk og
handsög eða jafnvel hafa yfirleitt ekki hugmynd um hvað handsög væri.
Tvö dæmi kornu mér sérstaklega á óvart. Hið fyrra var athyglisverð
uppgötvun varðandi Lord of the Flies. í þeim fræga kafla þar sem gleraugu
Piggys eru notuð til að enduruppgötva eldinn veður William Golding í villu
og svíma í ljósfræðinni. Fer reyndar þveröfugt með. Piggy er nefnilega
nærsýnn, og með þeim gleraugum sem hann hefði samkvæmt því átt að nota
hefði aldrei verið hægt að kveikja eld. Sama hvernig þeim hefði verið haldið,
þau hefðu ekki með neinu móti getað látið geislana mætast í einum punkti.
Hitt dæmið varðaði „The Charge of the Light Brigade“. „Inní dalinn
dauðans / dátahundruð sex.“ Tennyson skrifaði þetta kvæði í hasti eftir að
hafa lesið frétt í The Times þar sem kom fyrir setningin „einhverjum urðu á
mistök“. Hann byggði líka á eldri frásögn þar sem minnst var á „607
bjúgsverð“. En síðar var fjölda þeirra sem tóku þátt í því sem Camille Rousset
kallaði ce terrible et sanglant steeplechase[hry\[[\tgt og blóðugt hindru-
narhlaup] leiðréttur og sagður 673. „Inní dalinn dauðans / dátahundruð sex
og sjötíu og þrem betur“? Nei, það er einhvern ekki nógu góð sveifla í því.
Kannski hefði mátt rúnna þetta af upp í sjö hundruð — það hefði eftir sem
áður verið ónákvæmt, en hefði það þó ekki verið skárra? Tennyson hugsaði
málið og ákvað að láta kvæðið standa óbreytt: „Sex hundruð er miklu betra
en sjö hundruð (finnst mér), bragfræðilega séð, svo ég hef það óbreytt."
Að setja ekki „673“ eða „700“ eða „hub 700“ í staðinn fyrir „600“ virðist
mér nú varla geta talist Mistök. En orðin sem sýna ótrausta þekkingu
Goldings á sjóntækjafræði eru hins vegar tvímælalaust villa. Næsta spurning
er: Skiptir það máli? Eftir því sem ég man fyrirlestur prófessor Ricks rétt, var
102
TMM 1996:2