Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 58
hljóðfærum og jafnvel upptökur hljóðritaðar með földum hljóðnema frá
helgum stöðum. Þarna var jú efniviðurinn í nýtt verk. Nú var hafist handa
við að taka afrit af völdum upptökum til frekari vinnslu síðar. Með forrita-
safni frá York University í Englandi vann Þorsteinn verkið heima á íslandi í
Atari tölvu; líklega fyrsta tölvuverkið sem samið er og unnið á fslandi.
Niðurstaðan varð síðan verkið Chantouria (1988).
Eitt þeirra hljóðfæra sem voru á upptökunum frá Grikklandi hét Santouri
og er af Dulcimer ættinni. Titill verksins er því dálítill orðaleikur — og
stafsetningarbreyting, þ.e. Chant, sem er munkasöngur og ia sem þýðir saga.
í verkinu heyrum við að auki umhverfishljóð, bæði frá íslandi og Illinois.
Sem dæmi um vinnsluhraða tölvunnar á þeim tíma þá gat tekið um 4 daga
fyrir tölvuna að reikna út um 10 sekúndna hljóðbrot. Ný tækni er komin
aftur á hraða gataspjaldanna.
Árið 1992 er ár flautunnar hjá Þorsteini. Fyrst varð til verkið Cho, verk
sem frægt er orðið í meðferð flautusnillingsins Kolbeins Bjarnasonar. Það
var náttúrlega ekki úr vegi að sækja hugmyndir í grískar goðsagnir eftir
dvölina í Aþenu og í umræðu barst í tal goðsögnin um ást fjalladísarinnar
Echo á Narsissusi. Þannig er að Echo er fjötruð í álög og getur aldrei sagt
annað en það sé endurtekning á því sem aðrir segja, þ.e. bergmál. Hún lifir
enn í dag í náttúrudölum og á það til að svara okkur á kyrrum kvöldum —
einnig á fslandi.
Eitt misnotaðasta fyrirbrigði í hljóðupptökum yfirleitt er bergmál. Það
gildir einnig um elektróníska tónsmíðatækni. í Cho sýslar tónskáldið með
þetta fyrirbæri, en þó af mikilli þekkingu. Stafræn sýni voru tekin af bergmáli
er myndaðist við flautuleik Kolbeins í Kristskirkju og á þann hátt að það er
náttúrulegt bergmál flautunnar sem notað er á sjálfu bandinu. Hitt flautu-
verkið sem Þorstein samdi árið 1992 er Fléttur, samið fyrir sænska blokk-
flautusnillinginn Dan Laurin. Var tölvan einnig notuð að hluta til við
samningu þessa verks. Eru bæði þessi verk oft tekin til flutnings, bæði á
íslandi og í útlöndum.
Þá erum við komin að síðasta stórverki þar sem elektróníkin er með í
spilinu fram til þessa, verkinu Klukkur jarðar (Bells of Earth) samið að hluta
til í Japan á vordögum 1994, en þar dvaldi Þorsteinn við tónsmíðar í
Kunitachi College of Music í Tokyo. Bells of Earth er nafn á geysimiklum
skúlptúr sem stendur fyrir framan tónleikahús háskólans og í honum eru 47
klukkur sem stjórnað er frá tveimur hljómborðum með samtals fjórum
áttundum. Heillaðist hann af þessum skúlptúr og þeim möguleikum sem
hann býður upp á, þ.e. klukkunum. Þó svo hinar stóru og miklu klukkur séu
staðsettar í Japan gæti maður hugsað sér að hljómur þeirra sé áþekkur þeim
hljómi sem hugur íslendinga geymir um hljómmagn og hljómfegurð hinnar
56
TMM 1996:2