Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 35
Kaupmannahafnar að leita sér lækninga við sjónleysinu. Þetta er fyrsta bókin sem Skúli hamraði á Olivetti-ritvélina sína, en útgáfan dróst. Hinsvegar var vel við hæfi að hún var lesin í útvarp áður en hún birtist á prenti. Þetta er líklega ein skemmtilegasta bók hans, og á sumum sviðum mestur léttleiki í henni, þó tilefni fararinnar sé tæplega þannig vaxið, og árangur í læknis- fræðilegum efnum lítill sem enginn að bókarlokum. Þetta er heilsteypt bók, og í raun að byggingu nokkurskonar skáldsaga, dulbúin sem ævisaga! Enn kemur skyldleikinn við Þórberg fram, en Skúli gerir hlutina alveg á sinn veg. Á sínum tíma var þetta rit hans mjög vinsælt einsog hinar bækur hans, en nú heyrist fátt um það og varla nokkurs staðar til þess vitnað, og geymir það þó dýpri sálfræði en mörg yfirlýst sálfræðibókin. Látleysi þess leynir á sér. Árið 1975 koma tvær bækur eftir Skúla; annarsvegar Vér vitum ei hvers biðja ber, (Heimskringla), safn útvarpsþátta um lífið og tilveruna, daginn og veginn, list og trú, himin og jörð, fortíð, samtíð og framtíð. Hin bókin er minningar frá bernsku- og æskuárum, Svo hleypur æskan unga, (Skuggsjá), þar sem hann bætir enn nýjum steinum í þann trausta lífstrúarvegg sem hann hefur verið að hlaða alla sína ævi, og það er enginn grátmúr: þeir steinar tala einsog hjá spekingnum frá Hala í Suðursveit. Þarna skiptast á sagnaþætt- ir og beinar persónubundnar minningar, og aftasti þátturinn í bókinni er sönn smásaga, hlý og sterk og sýnir svo ekki verður um villst hvers Skúli hefði verið megnugur ef hann hefði gefið sig til fulls við skáldskap. Hann mótar minningar sínar einsog skáld gera, munurinn einungis sá að hann breytir ekki nöfnum. Þá dregur þetta rit fram einn hlut sem ég hef ekki dvalið mikið við en er snar þáttur í eðli Skúla: þrátt fyrir sitt sterka raunsæi er sýn hans ofin dulari þráðum einnig, og hann er öðrum þræði „mystíker“ innst inni, en allir sönnustu dulspekingar hafa einmitt verið „jarðbundnir" meðfram. Skúli talar ekki mikið beinum orðum um þessa þætti lífsins, en það er auðfundið að þetta er samofið lífssýn hans, líkt og hjá höfundum íslendingasagna svo dæmi sé tekið. Hann skynjar að tilveran er ekki öll þar sem hún er séð. En jarðsamband hans var öflugt, og hann hefði aldrei látið hafa sig út í það í lifanda lífi einsog sumir að þykjast kunnugri hinumegin en hérnamegin. Það var hluti af eðlislægri hógværð hans að láta gott heita að hann vissi ekki allt, og ekki einusinni nærri því allt. Síðasta bók Skúla, Hver liðin stund er lögð í sjóð, kom svo út hjá Skuggsjá 1982, þegar hann skorti einn í áttrætt. Enn var hann samur við sig. Þegar sú bók er opnuð mætir manni andlegur styrkur og afl í stílnum, ekki síður en áður. Hann fjallar frá enn öðrum hliðum um liðna þætti ævi sinnar, atvik úr bernsku og þjóðhætti á uppvaxtarárum hans. Og þarna er stórgóður kafli um títtnefndan kunningja hans, Þórberg Þórðarson, og Elskuna hans. Og TMM 1996:2 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.