Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 78
aldarinnar eru afleiðing fyrri heimsstyrjaldarinnar. Og þó að saga vísinda á
20. öld eigi sér ekki eins djúpar rætur í stríðinu og þróunin á flestum öðrum
sviðum, ætti það að vera augljóst að rekja megi framfarir í vísindum til
kröfunnar um allsherjar stríð, þ.e.a.s. til þeirra krafta sem leystir voru úr
læðingi í fyrri heimsstyrjöldinni og hinnar sem fylgdi á eftir.
Það má því leiða gild rök að því að 1914 hafi verið upphaf nýs tímabils og
jafnframt undanfari þeirra umbyltinga sem síðar urðu. En hvað þá um
endalok tuttugustu aldar hinnar styttri? Það sem gerðist á tímabilinu 1989
til 1991 táknaði endalok þeirrar hugmyndafræði og stjórnmálastefnu sem
telja verður áhrifamestu viðbrögðin við fyrri heimsstyrjöldinni. En til þeirra
má rekja fordæmislausan klofning alþjóðasamfélagsins sem bæði beint og
óbeint mótaði gang veraldarsögunnar. Á því leikur ekki nokkur vafi að
brotthvarf þessa sögulega afls hefur breytt allri stöðu heimsmála. Sú stað-
reynd að við lifum á tímabilinu eftir fall kommúnismans er ekki síður
mikilvæg—líklega mikilvægari—en títt nefnd áhrif þess að lifa á eftirlendu-
tímabilinu (hugtakið er sótt til Ástráðs Eysteinssonar). Það að nauðsynlegt
sé að undirstrika þetta til að andmæla viðteknum skoðunum segir okkur
nokkuð um það hvernig tuttugustu öldinni hinni styttri lauk: það er sláandi
hve miklu tómlæti mikilvægir atburðir hafa mætt. Það er almennt viður-
kennt að ályktunum stjórnmálamanna af hruni kommúnismans og því sem
í kjölfarið fylgdi er í meira lagi ábótavant; en viðbrögð menntamanna eru
jafnvel enn léttvægari. Þótt ekki skorti rit um umskiptin í átt til kapítalisma
og lýðræðislegrar frjálshyggju (sumir tala jafnvel um „umskiptafræði" í stað
,,Sovétfræða“), er greinileg almenn tregða við að fjalla um reynsluna af
kommúnismanum sem slíka og sögulegt mikilvægi hennar. Hægt er að
hreyfa þeim andmælum að þetta sé ekki mögulegt nema í samhengi við
túlkun á tímabilinu sem ég hef verið að fjalla um. En þá skiptir þetta atriði
einnig máli því það er mikilvægasta viðmiðið þegar slíkar túlkanir eru
metnar — og gefur um leið tilefni til að kvarta yfir umræðunni eins og hún
er.
Við virðumst sem sagt hafa gild rök fyrir því að líta á tuttugustu öldina
hina skemmri sem sérlega auðkennilega og sjálfstæða sögulega heild. Og þá
verður augljóst hvaða málaflokkar og spurningar ættu að vega þyngst þegar
gerð er grein fyrir ffamvindu hennar auk þess sem nokkur óánægja vaknar
með hvernig nú er almennt tekið á málinu. Með þessa fýrirvara í huga ætla
ég að gera stutta athugasemd við mikilvægasta einstaka framlag hingað til á
þessu sviði, bókina „Öld öfga“ eftir Eric Hobsbawm, og nota hana sem
útgangspunkt til frekari hugleiðinga um sama efni. Þar sem ég ætla mér að
gagnrýna sumt í röksemdafærslu Hobsbawms tel ég rétt að byrja á að setja
þá gagnrýni í samhengi: þetta er stórvirki, óvenjulega yfirgripsmikið og gott
76 TMM 1996:2
X