Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 32
hretviðri dynja á öllum að einhverju marki, líka þar sem veðursælast er.
Reyndar kom í útvarpi í íyrra að veður í Hrútafirði væru að breytast, þar
væru hretviðri að færast í aukana! Hinsvegar er Skúli engum veðrum háður
lengur...
Tengsl hans við jörðina voru sterk, og sömuleiðis „hangir leyniþráður“
milli hans og húsdýranna, það er auðfundið í bókunum, og aftur minnir
hann á Þorgils gjallanda í því tilliti, báðir undranæmir þegar að ferfætlingum
kemur. Báðir svolítið vonsviknir með mannskepnuna í öðru, þó bjartsýnis-
menn inn við beinið, og trúa á möguleika mannsins, en dýrka ekki manninn
sjálfan, því þeir gera sér ljósa grein fýrir því að hann verður að lúta ósveigj-
anlegum lögmálum einsog dýrin og á ekki að hreykja sér. í rauninni telst
þetta hákristilegt hugarfar: eða svo öllu sé snúið við og sagt að þetta sé mun
eldra en kristnin og „kristilega“ hugarfarið sé þá reyndar alheiðið! Það gæti
látið nærri. Svipaða hluti má finna í kviðum Hómers, sem varð að láta sér
nægja að horfa inn á við einsog Skúli, en þar sá hann líka alla hluti skýrar en
aðrir. Það er sömuleiðis fjarri hugarheimi Skúla að skipta hlutunum með
svarthvítu móti í gamalt og nýtt, öll veröldin liggur undir í tilveru hvers
einstaklings frá því sögur hefjast eigi hann að þekkja sjálfan sig til fulls, og
allur skáldskapur og heimspeki, hversu „gamalt“ sem það er, fæst við mann-
lega hluti og mannlegt hlutskipti sem alltaf er í grundvallaratriðum með líku
sniði þó ytri hættir taki stakkaskiptum. Tæknin breytir ekki manninum í
einni svipan. Þetta vita allir í dag, þó þeir tali öðruvísi. Þórbergur talar um
hættur þægindanna fyrir andann. Ef Skúli telst „íhaldssamur“ í einhverjum
skilningi, þá er það helst — svo mótsagnakennt sem það er — með þeim
hætti að hann metur andann umfram efnið og hefur áhyggjur af viðgangi
hans á hrjóstrugum sléttum efnisheimsins, og óttast þann skaða sem pen-
ingasjúkir valdsmenn stórþjóða geta valdið, til dæmis meðal lítilla þjóða
einsog íslendinga. Þess vegna var hann eindreginn herstöðvarandstæðingur,
og þar er þessi einkennilega þversögn: í augum Heimsins með stórum staf
eru andstæðingar vígbúnaðar íhaldssamir! Og „Heimurinn“ hefur löngum
verið ráðandi á íslandi rétt einsog annarsstaðar: andstæðingar hers og vígvéla
hafa alltaf verið í minnihluta. Andlegu gildin eru alltaf svo sjaldgæf að þau
jaðra við sérvisku að áliti almennings. Því það að vera móti hersetu í landi
telst að sjálfsögðu til „andlegra gilda“. Og Skúli tók þátt í baráttunni fyrir
sínum hugsjónum. Hann skrifaði hverja greinina af annarri gegn her í landi,
deildi hart á kirkjunnar þjóna sem samkvæmt ævagömlum fyrirmælum áttu
að vera varðveislumenn friðar og anda, en lutu heimsveldinu flestir þegar til
kom, með fáum en sterkum undantekningum þó. Og listamenn brugðust
svosem líka, klofnuðu í sinni afstöðu, margir seldu sál sína, en hinir hertust
og styrktust. Einkennilegt er þó að flestir andstæðingar hersetu töldust til
30
TMM 1996:2