Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 96
Annars er alveg einkennilegur þessi masókismi fólks, ætli Aristóteles hefði
ekki nefnt það kaþarsis (hreinsun), að láta yfir sig ganga skammir og
svívirðingar um hvað það sé nú slæmt og vont og vonlaust og kinka kollinum
því til samþykkis, skelfingu lostið yfir hvað þetta er nú allt satt og rétt og
njóta þess í botn að það skuli loksins einhver koma sem sér ekki aðeins í
gegnum það, heldur þorir líka að segja það uppí opið geðið á því. Hvort La
Fura dels Baus á að einhverju leyti þessum effekt frægð sína að þakka eða
fremur hinum að telja sig verða vitni að einhverju nýju og ögrandi, að vera
innvígður í einskonar bræðralag þeirra sem ekki aðeins þora, heldur líka gera
með því að fara á sýningar þeirra, skal ósagt látið. Staðreyndin er engu að
síður sú að La Fura dels Baus er með þekktustu leikhópum Evrópu og hefur
á undanförnum árum farið í leikferðir um allan heim og unnið til verðlauna
á fjölmörgum leiklistarhátíðum. Og það þrátt fyrir, eða öllu heldur vegna
þess að hópurinn er ekki að þóknast einhverjum ímynduðum áhorfendum
eða sprengja upp formið til þess eins að búa til fallegar en innantómar
myndir í einskonar fagurfræðilegri sjálfsffóun leikstjórans, eins og maður
verður býsna oft vitni að í leikhúsum hér í Þýskalandi.
í sýningu sinni M.T.M , skammstöfun sem minnir reyndar býsna mikið
á MTV, notar La Fura dels Baus stafræna tækni á virtúósan hátt til að sýna
hversu hættuleg þessi tækni er, trúi maður blint á það sem framleitt er með
hennar tilstuðlan. Og það er kannski því sem hópurinn á frægð sína að þakka,
eða gerir hann allavega áhugaverðan, að hann snýr ekki bakinu við nútím-
anum í allsherjar heimsósómaformælingum, heldur notar sér þá möguleika
og þá tækni sem til staðar er, til að sprengja upp þá gömlu og íhaldssömu
stofnun sem leikhúsið óneitanlega er, til að sýna að þrátt fyrir breyttar ytri
aðstæður sé mannskepnan alltaf sjálfri sér lík.
Af fjölmiðlum
Digitaltæknin, upplýsingaþjóðfélagið og það aukna vald sem fjölmiðlar,
einkum þó sjónvarpið hafa fengið fyrir hennar tilstuðlan, hefur ekki orðið
til þess að opna augu fólks íyrir sjálfu sér og því umhverfi sem það lifir í,
nema þá að mjög takmörkuðu leyti. Maður getur á vissan hátt sagt að allt
þetta upplýsinga og myndaflóð slævi fremur en hitt, eða hvað ætíi börnin í
Biafra, sem voru notuð árum saman til að terrorísera mann með uppblásna
maga svo maður kláraði af disknum sem hamsatólgin var storknuð á og
maður varð að skafa úr gómnum eftir hvern munnbita, dygðu lengi á þau
börn sem nú eru að vaxa upp? Mér er sem ég heyri: „Æi pabbi...“ eftir viku
eða í mesta lagi hálfan mánuð. Sá sem ræður yfir fjölmiðlunum hefur einnig
ótrúlega mikið vald, samanber hinn ítalska Berlusconi, en vel að merkja vald
94
TMM 1996:2