Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 28
á hjara veraldar; hann tók upp á
því að fá sér ritvél, ferðaritvél af
Olivetti gerð. Hann lærði lykla-
setninguna, og hóf að skrifa eftir
að hafa dregið tjöldin fyrir glugg-
ann, því enn sá hann skil dags og
nætur og skíman truflaði hann
við skriftirnar — enda nægði
honum birta rísandi hugarsólar.
Við þessar aðstæður, eða öllu
heldur aðstöðuleysi, skrifaði
hann framúrskarandi bækur,
sem alls urðu sex talsins. Saman
mynda þessar bækur heild, lífs-
sýn og heimssýn manns og ævi-
sögu um leið, og þó ekki ævisögu
eins, því það er líkt með hann og
Svarta Elg, töfralækni Síúxa frá
síðustu öld: hann segir sína sögu af því hún er um leið saga annarra, saga
þjóðar. Skúli var hlédrægur maður að eðlisfari, og hefði líklega ekki gert
nema glotta að „gleymskunni“, hann óttaðist hana ekki ffemur en landi
Svarta Elgs, rithöfundurinn Sherwood Anderson sem sagðist beinlínis fagna
henni. Auðvitað má deila um hvort hann hafi meint það fýllilega, en Skúla
nægði að vita að hann var að vinna samkvæmt eðli sínu og hæfileikum. Það
skín alls staðar í gegn að gleði hans við „verkið“ er mikilvæg. Og þó var
honum gömul og rótgróin þýðing og siðfræði vinnunnar svo í blóð borin
að hann átti erfitt með að telja skriffir vinnu. Honum fannst hæpið að tala
um ritstörf. Þar sem hann fer orðum um skriftir sem vinnu, gætir hugsanlega
nokkurra vonbrigða manns sem hefur borið í sér þrá til skrifta alla tíð en
ekki getað sinnt henni til fulls vegna hversdagslegra anna, og loks hamlar
blindan honum. Þess vegna varð hann að berjast við áleitna tilfmningu
vanmegnis, og þegar hann hafði unnið bug á henni, tók hann að hamra á
ritvélina. Lái honum hver sem vill þó honum þyki rithöfundar samtímans
kannski nokkuð kröfuharðir um „aðstöðu“, „tíma“, „frelsi“ og annað sem
talið er nauðsynlegt nú til að andinn láti á sér kræla. Skúli varð að vinna sér
frelsi innra með sér, vinna bug á ómegninu í sjálfum sér, sigrast á sjálfum sér
að því marki, og þannig rís hann upp — þó hann sitji við ritvélina — sterkur
sem maður og rithöfundur, jafnvel enn sterkari en annars hefði orðið. Þegar
Grettir hafði tekist á við Glám hætti hann að vaxa að styrk, en hér er
26
TMM 1996:2