Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 33
vinstri manna, Rússlandssinna svokallaðra, en Rússland annað mesta her- veldi í veröldinni. Tolstoj sá tvískinnunginn í heimalandi sínu löngu fyrir byltingu, tvískinnung sem hélt áfram að vera til eftir hana, og Skúli sá hann hér heima, kannski skýrast allra þeirra sem töldust til samherja hans, og var þó blindur. Hann hafði um þetta fá orð, en það er hægt að lesa milli línanna víða, og verður að teljast réttlætanlegt í þessu tilviki, þó Halldór Laxness vari réttilega við of miklum „millilínulestri.“ Skúla var hugleikin notkun manna frá upphafi á þessu orði: blinda, taldi það vera misnotað í fornum bókmenntum jafnt sem daglegu tali samtíðar- innar, benti á veilur í þessum efnum í Biblíunni, Hávamálum og Snorra-Eddu, auk þess yfirborðslega notkun í síðari tíma bókmenntum. Hann var þarna ekki langt frá femínistum með sitt næmi gagnvart „kynferð- islegri misnotkun“ orða, og taldi tíma til kominn að skilgreina upp á nýtt jákvætt og neikvætt gildi blindunnar í hugum fólks. Hann segir að flestir hafi farið með sig nánast einsog dáinn mann fýrst eftir að hann varð blindur. Menn hafi talað um sig að sér viðstöddum einsog hann væri líka heyrnarlaus ofan á hitt, og þá væntanlega tilfinningalaus að auki. Þá sýndu dýrin hvað í þeim bjó; þau voru honum söm og jöfn, gerðu sig hvorki sek um fáránlegt tillitsleysi né yfirdrifna og væmna umhyggju einsog hendir mann oft í návist fatlaðs fólks. Þau tóku honum einsog hann var, færðust nær honum ef eitthvað var. „Blindur er bóklaus maður,“ segir máltækið, en Skúli var í vissum skiln- ingi ekki bóklaus eftir að hann varð blindur. Bækurnar sem hann hafði lesið áður, og þær voru margar og kjarngóðar, bjuggu áfram með honum í huganum, og umbúðir þessarar mannlegu reynslu; pappírinn og spjöldin, gat hann enn strokið í skápum sínum, rennt fingrum yfir kili, opnað kæra bók og fundið hana anda til sín, einsog Bessi gamli lýsir í sögu Jóns Trausta. Hitt er svo annað mál að það varð honum sársaukafullt að geta ekki lesið, svo sárt að hann fór að skrifa bœkur sjálfúr (hafði áður ritað stakar greinar) — eða þannig mætti líta á það. Langafi minn laut sömu örlögum og Skúli, hann varð blindur síðari hluta ævinnar, hafði verið geysilegur lestrarhestur, varð að láta sér duga þann nýja miðil sem þá var, útvarpið, síðustu árin. En hann tók oft fram sínar velktu bækur og handlék þær, opnaði þær einsog hann sæi gegnum myrkrið — og það gerði hann líka á sinn máta. Ritgerða- og minningasafnið Bréf úr myrkri, sem kom út hjá Heimskringlu 1961, er fýrsta útgefna bók Skúla, og lýsir meðal annars á einstæðan hátt hugarheimi manns sem hefur misst sjónina á miðjum aldri, tilraunum hans til að fóta sig í breyttri tilveru, og hvernig smátt og smátt rís ný—og að sumu leyti betri veröld—á rústum þeirrar gömlu, eftir einskonar persónuleg ragnarök, eða ragnarökkur. Að vísu eru svona dramatískar yfir- TMM 1996:2 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.