Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 131
Þó eru langflest ljóðin persónuleg; sá sem talar er í fyrstu persónu, oftast ein- tölu („Ég bað að mér yrði gefið“, 7) og stöku sinnum fleirtölu („Draumkvenna okkar / skynjum við ekki skil“, 8). Þegar talað er til annarrar persónu án þess að fyrsta persóna komi fyrir („Þú skilur ekki ætíð / hvernig til þín er talað“, 9) er það oftast sama persóna og fyrsta per- sónan. Og þegar engin persóna kemur fram er það oft til merkis um að nú sé ljóðið alveg sérstaklega persónulegt (eins og til dæmis „Söguljóð", 48). En innbyggður hlustandi þessara Ijóða er ekki hver sem er. Persóna þeirra er fremur að lýsa því fyrir sjálffi sér en öðrum hvað hún er vansæl frammi fyrir vanda sínum í fortíð og nútíð. „Þegar ég yrki er ég kyrfilega einn með mínum sefa, einn í huganum,“ segir Þorsteinn í viðtali við Matthías Viðar Sæmundsson (Stríð ogsöngur 1985,195). Vegna þessa nána sambands mælanda og hlustanda eru óviðkomandi fólki ekki gefnar nein- ar upplýsingar um hvað eða hverja átt er við í ljóðunum, og sá sem leitar hér að ævisögulegum þáttum gerir það á eigin ábyrgð. En vandinn sem lýst er svo ein- læglega í þeim er vandi okkar allra — að vera maður, reyna að lifa í sátt við um- hverfi sitt, gera eins og fýrir hann er lagt, berjast við að hemja tvístrað eðli sitt, halda örvæntingunni ffá, halda sam- bandinu við heiminn þó að það sé kannski löngu slitið, láta fortíðina ekki tortíma sér en rækja þó skyldur við minningar sem ekki mega gleymast. Að því leyti talar hann við okkur öll, og spyr í hverju ljóði spurninganna sem við spyrjum okkur kannski of sjaldan: Hver er ég, til hvers er ég hér, hvað hef ég gert við líf mitt? Þessar tilvistarspurningar hafa leitað fast á Þorstein í síðustu bók- um hans, en formið sem þær taka á sig verður æ agaðra og ólíkt öllum öðrum íslenskum skáldskap. Það þarf ekki að lýsa því eft ir öll dæmin hér á undan hvað þetta eru heillandi kvæði. Von bókarinnar felst í þeim örfáu ljóðum þar sem tvær persónur eigast við. Ég og þú, við tvö, „í skollaleik hör- unds og hugar,“ eins og segir í ljóðinu „Tvö“ (47), við, sér eða saman hér, í þessu rómaða núi, aðskilin brot hinnar óðu veru eða samlynd saga, dregin af dreif í eitt. „Ég hef alltaf undrast hvað menn fleipra mikið um ástamál,“ segir Þorsteinn í áðurnefndu viðtali (190); og sannarlega gerir hann það ekki heldur hér. En hann gefur í skyn í þessum ljóðum að ástin geymi vonina um eilíft líf mannsins, — og aftur erum við minnt á Pétur Gaut: þótt maðurinn sé tvístraður geymir ást- in heila mynd hans. Þess vegna leitar hann alltaf affur þangað, eins og segir í ljóðinu „Sambönd“ (45): „yfir síkvik landamæri / þumlungaskrefin til þín / á jafnvel ég / enn margt ósótt.“ Silja Aðalsteinsdóttir Flogið á fjöðrum gráglettninnar Sigfús Bjartmarsson: Speglabúð í bænum, útg. Bjartur 1995 (102 bls.) Speglabúð í bœnum eftir Sigfús Bjart- marsson er safnrit afls konar textaforma. Bókin skiptist í sex hluta þar sem er að finna örsögur, minnisgreinar, aforisma og hið sérstaka hugarflæði sem einkenn- ir orðið skáldskap Sigfúsar. Speglabúðin er töluvert frábrugðin síðustu bók Sig- fúsar, Zombíljóðunutn, vegna kafla upp- brotanna og lítilla tengsla þeirra á milli og eins er höfundur meira leitandi um form og efni. TMM 1996:2 129
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.