Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 88
ummyndaður í æðra form skynsemi, heldur smættaður niður í einstreng- ingslegra og sjálfhverfara vélrænt fyrirbæri en í fjölhyggjuútfærslu nútímans. Önnur svið, sérstaklega hið efnahagslega, eru með sama hætti færð skörinni neðar í þjóðhverfu samfélaginu. En sameinandi ímynd þjóðarinnar er ávallt sérstök og þess vegna fyrirfram dæmd til að lenda upp á kant við aðrar samskonar ímyndir. Það eru sjálf innri rök endalausrar styrjaldar þjóða sem neyða fasískar hreyfmgar og ríkisstjórnir til að færa sig út fyrir hina ómissandi þjóðernisstefnu sem þær byggja á: hugmyndafræði sem felur í sér einhverskonar alþjóðalega þætti eða tilkall til slíkra þátta er notuð til að styrkja kröfur um eina sérkennisstefnu gegn annarri og tryggja aukinn sameiningarmátt og aukna getu til liðssafnaðar. Þetta á ekki nauðsynlega við í sama mæli í öllum tilfellum (japanskir öfga-þjóðernissinnar eru líklega besta dæmið um róttæka sérkennisstefhu án hugmyndafræðilegrar auka- getu) en helstu útfærslur vestræns fasisma eru bæði dæmi um þörfina til að fara fram úr þjóðernisstefnunni og þau nýju vandamál sem skapast við tilraunina til að láta verða af því. I þessu samhengi voru kenningar sem byggja á kynþáttahyggju það hugmyndafræðilega vopn sem bjó yfir mestum eyðingarmætti, en það mætti einnig halda því fram að það hafi átt mestan þátt í að hraða sjálfseyðingunni: hin fáránlega metnaðarfullu stríðsmarkmið þýskra nasista voru augljóslega undir sterkum áhrifum frá kynþáttahyggj- unni. Spennan milli þjóðernislegrar undirstöðu og öfgafyllri hugmynda gætu með öðrum orðum stigmagnast og orðið að óviðráðanlegri innri mótsögn. Svo sem alkunna er, hefur samspil hinna tveggja afbrigða alræðishyggj- unnar verið þungamiðja í sögu Vesturlanda — þó sérstaklega sögu Evrópu — á tuttugustu öldinni hinni styttri. I stuttu máli, var fasíska afbrigðið, sem þróaðist seinna og ekki eins alþjóðlega og keppinauturinn, eigi að síður í betri stöðu á byrjunarstigum keppnistímabilsins og virtist líklegra til að ná heimsyfirráðum. Það bar lægri hlut fyrir alþjóðlegu bandalagi ólíkra hug- myndakerfa þar sem hitt alræðisafbrigðið hafði úrslitaþýðingu. En sigurinn á fasismanum hafði ekki einhlít áhrif á stöðu Sovétríkjanna og þá hreyfingu sem þau reyndu að hafa stjórn á. Fyrir það fyrsta, gerði hin nýja staða í alþjóðamálum Sovétríkjunum kleift að taka að sér hlutverk stórveldis og sovésku samfélagsgerðinni að ná alþjóðahylli, sem hefði verið óhugsandi undir öðrum kringumstæðum; í öðru lagi, fylgdu þessum árangri viðfangs- efni og hann ól á metnaði sem Sovétveldið hafði ekki bolmagn til að standa undir og hann leiddi til mótspyrnu annarra kommúnistaríkja gegn sovésku miðstjórnarvaldi. Togstreitan milli þessara andstæðna átti með tímanum eftir að verða að óleysanlegum vanda og valda — eða að minnsta kosti hraða — sjálfstortímingu Sovétveldisins. 86 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.