Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 109
Gísli Sigurðsson
Til hvers fjöllum við um bókmenntir?
Þegar tveir menn hittast fyrir jólin og geta ekki látið sér detta í hug að skálda
neitt skemmtilegt má reyna að byrja á þessu hér: ‘Það eru alltaf að koma út
bækur.’ ‘Jájá,’ segir þá viðmælandinn og spyr: ‘Hefurðu lesið eitthvað af þeim.’
‘Ja, ég var að lesa þarna . . .’ einhverja bók sem er tilgreind. ‘Já, og hvernig
fannst þér hún?’ ‘Ja, mér fannst hún nú ágæt’ eða Téleg’ og svo eru settar á
mislangar ræður eftir því sem menn geta og við á. Kannski eru þessir tveir
vinir svo heppnir að hafa báðir lesið sömu bókina og geta þá skipst á
skoðunum um hana. Þannig talar fólk saman um hugsanir sínar og reynslu
með útgangspunkt í tiltekinni bók.
Sams konar umræða fer fram í fjölmiðlunum. Höfundar tala um verkin
sín með þeim sígilda fyrirvara að þeir geti nú ekki sagt um hvað þau séu og
því hafi þeir skrifað heila bók, og sérlegir óháðir og til þess ráðnir lesarar,
svonefndir ritdómarar, eru fengnir til að segja undan og ofan af lestri sínum
og viðbrögðum við einstökum skáldverkum, með heldur meiri rökstuðningi
en ætla má Jóni og Pétri á horninu. Nokkru seinna færist umræðan í enn
rækilegra form á síðum tímarita þar sem bitastæðustu verkin eru lesin ofan
í kjölinn, og í skólum landsins eru nokkur úrvalsverk tekin til sérstaks lesturs
og umræðu; sum lifa jafhvel af árið, verða árlegt kennslu- og umræðuefni,
fylla lestrarbækur og lenda í hringiðu framhaldsgreinaskrifa í tímaritunum
þar sem sjálfskipuð gáfumenni í gervi bókmenntafræðinga halda áfram að
velta sér uppúr skáldverkunum, höfundum þeirra til lítillar gleði; sjá kannski
eitthvað í þeim sem þeir áttu ekki að sjá og á því ekki að vera þar þó að þeir
sjái það. Og þar með hafa lesendur eignað sér verkin og tekið að lesa þau
með sínum hætti, án þess endilega að fylgja ímynduðum leiðbeiningum
höfundanna um réttan skilning.
Við rekjum upphaf okkar siðmenningar tii þeirrar stundar er Grikkinn
Þales leit upp ffá verki sínu og fór að hugsa um heiminn. Og eitt af því sem
varð snemma á vegi hugsunar sporgöngumanna hans voru orðlistaverkin
þannig að eldú leið á löngu áður en einn helsti hugsuður grískrar fornaldar,
Aristóteles, skrifaði fyrsta bókmenntafræðiritið, Um skáldskaparlistina. Og
hér á landi höfðu menn eldd haldið lengi á penna áður en þeir skrifuðu fyrstu
TMM 1996:2
107