Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 80
vísbendingar úr texta bókarinnar. Fyrst ber að nefna þá tilhneigingu til
skautamyndunar sem ég hef verið að ræða og innbyggð er í skiptingunni í
tímaskeið; muninn á „tímabili hamfara“, sem afhjúpar með sérlega áhrifa-
ríkum hætti vanhæfni ríkra og voldugra samfélaga til að ráða fram úr eigin
málum og hafa stjórn á eigin sköpunarverki, og svo gullöldinni, sem með
svipuðum hætti sýnir getu þeirra til að jafna sig og ná aftur áttum og
endurheimta eitthvað af því valdi sem glatast hafði. Síðasta tímabilinu —
skriðufallinu — er ekki hægt að lýsa nema til bráðabirgða þar sem enn er
með öllu óljóst hvort það reynist vera undanfari endurtekningar á fýrri eða
seinni möguleikanum.
Almennt talað getum við skýrt „öld öfga“ sem tíma þar sem máttur
mannsins hafi vaxið gífúrlega, bæði til sköpunar og eyðileggingar, þessi öld
gat af sér tæknilegar og skipulagslegar úrlausnir sem gerðu kleift að hefja
allsherjar stríð og í framhaldi af því uppgötva kjarnorkuvopn, en hún
fóstraði einnig vísindalegar og tæknilegar framfarir sem leiddu til þess að
lífsskilyrði stórs hluta jarðarbúa tóku meiri fr amförum en áður hafði þekkst.
Annað sem nefna má er að áhrifa skautamyndunarinnar gætti í þeim alþjóð-
legu hugmyndafræðilegu átökum — Hobsbawm vísar til þeirra sem trúar-
bragðastríða — sem mótuðu stjórnmálasögu aldarinnar. Sjálf rússneska
byltingin, sem var eins og fram hefur komið bein afleiðing fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, lagði grunninn að nýrri samfélagsgerð sem storkaði veldi Vest-
urlanda um víða veröld. Þessum átökum fylgdu um tíma önnur og meiri:
þó að fasísk stjórnvöld og hreyfingar véfengdu vestræna samfélagsskipan á
mun þrengra sviði en kommúnisminn var fjandskapur fasista við menning-
arlegar hefðir hennar þeim mun meiri. Það má að nokkru rekja til þess að
andstæðingar þeirra sem áður gátu ekki á sátts höfði setið tóku saman
höndum. Nú hafa báðar útgáfur alræðishyggjunnar runnið sitt skeið á enda
og stuttu öldinni er lokið með óvæntri stefnubreytingu lýðræðinu í hag —
svo að sumir þeirra sem kannað hafa málið hneigjast til að líta á lokasigur
þess sem sjálfsagðan hlut og jafna honum við endalok sögunnar. Jafhvel þó
að við tökum ekki undir þessa gegndarlausu bjartsýni (eitt af því sem læra
má af Hobsbawm er að vera okkur meðvituð um hversu flókin og brothætt
hin félagslegu skilyrði lýðræðisins eru) getum við fallist á að tíð, sem fæddi
til að byrja með af sér áður óþekktar myndir öfgafullrar harðstjórnar, hafi
nú snúist á sveif með lýðræðinu, enda er það nú ríkjandi víðar en áður hefur
þekkst og enn víðar viðurkennt í orði.
Mikilvægur þáttur í því sem Hobsbawm kallar „öld öfga“ virðist vera
tilurð mjög ólíkra formgerða félagslífs og stjórnmála, og árekstrar milli
þeirra. Við gætum haldið áfram upptalningu dæma um skautamyndun.
Hobsbawm nefnir hinn sláandi mun á þróun lista og vísinda á tuttugustu
78
TMM 1996:2