Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 52
Þá var notast við svokölluð gataspjöld. Eftir að spjöldin höfðu verið útbúin,
var þeim rennt í gegnum tölvuna og kom þá í ljós hvort forritunin var í lagi.
Líklega birtist skipunin „error, try again“ einna oftast í þessu ferli, en keyrslan
á spjöldunun gat tekið allt að tveimur tímum, stundum lengur. Nú, ef maður
svo vildi heyra ósköpin varð að senda spjöldin í annan háskóla sem bjó yfir
svokallaðri DA/AD breytu til að breyta tölum yfir í hljóð, og öfugt. Það gat
tekið allt að mánuð að fá að heyra það sem menn voru að fást við. Það þætti
einhverjum langur tími í dag ef þetta ferli væri lengra en ein sekúnda. Það
reyndi á þolinmæðina í svona tónsköpun, og það endaði líka með að síðasta
verk Þorsteins sem tilraun til að beita þessari aðferð komst aðeins á spjöldin,
því hefur aldrei verið breytt í hljóð — enda heitir það í því formi sem það er
— Gátuspjöld— það er alger gáta hvernig þau hljóma í rauninni.
Einn liður í kandídatsprófi Þorsteins var verkið Drengurinti og Glerfiðlan.
Er það skrifað fyrir fullskipaða hljómsveit og er því hér á ferðinni mjög stórt
verk. Fékk Þorsteinn pöntun á þessu verki frá Háskólanum í Illinois og var
það frumflutt af fullskipaðri hljómsveit skólans, og var því m.a.útvarpað.
Verkið hefur verið notað sem dæmi um nútímatónsmíðar í kennslustundum
háskólans. Byggir það á ýmsum hugmyndum sem til urðu í framhaldi af
tímum hjá mesta míkrótónmeistara Bandaríkjanna, Ben Johnston. Hefst
verkið á litlum þríundum í kvarttónum og er þarna einnig eitt af því sem
einkennir tónlist Þorsteins; hlustandinn getur orðið dálítið ráðvilltur —
einmitt af ásettu ráði frá hendi höfundar — í því hvort verið er að leika
ómstrítt eða ómblítt. Urðu yfirtónavangavelturnar síðar meir afleiðing af
þessum hugmyndum sem fæðast í tímum hjá Ben Johnson en eru síðan
mótaðar eftir eigin hugmyndum tónskáldsins. Hjóðheimur pákunnar kem-
ur þarna inn en hann á eftir að halda sér í öllum stærstu verkunum, eins og
Are We og Bells of Earth. Er í þessu verki einnig að finna ákveðna aleatoríska
kafla. Einnig er að finna í þriðja kafla verksins lóðrétta laglínu, laglínan
heyrist öll í einu, kannski dálítið erfíð til söngs. Einnig er til frá þessum tíma
verk sem aldrei hefur verið flutt — verkið „a“ (1976) fyrir 3 selló og
kontrabassa.
Elektrónísk tónlist — upphafið
Ekki verður Þorsteinn ásakaður um þjóðernishyggju í titlum verka sinna —
Humma? — Taija — Cho — „a“ — . .. en árið 1978 var þó flutt verk eftir
hann sem tæpast hefði getað haft þjóðlegri titil — 17.júní 1944 1,2 og3. Það
var nú kannski ekki svo auðvelt fyrir hann að sniðganga þennan titil því
efniviður verksins er sóttur í gamla hljómplötu ffá Fálkanum sem á voru
ræður stjórnmálamanna og skálda frá þjóðhátíðinni 1944. Hugmyndafræði
50
TMM 1996:2