Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 72
litla skógarrjóðrinu þangað sem hún hafði ratað. Loftið var rakt,
þögnin nálæg og djúp.
Myop tók stefnu í átt að húsinu, aftur til friðsældar morgunsins. Það
var þá sem hún steig beint ofan á augntóftir hans. Hæll hennar festist
í brotinni brúninni á milli ennis og nefs og hún beygði sig snarlega
niður, óhrædd, til að losa sig. Það var ekki fyrr en hún sá nakið glottið
að hún gaf frá sér lágt undrunaróp.
Hann hafði verið hávaxinn maður. Leiðin var löng frá fótunum til
hálsins. Höfuðkúpan lá við hlið hans. Þegar Myop sópaði burt lauf-
unum og lögum af mold og gróðurleifum sá hún að hann hafði haft
stórar hvítar tennur, allar sprungnar eða brotnar, langa fingur og mjög
stór bein. Öll fötin höfðu morknað nema nokkrir þræðir úr bláu
baðmullarefni samfestings hans. Sylgjur samfestingsins voru orðnar
grænar.
Myop horfði áhugasöm í kringum sig. Mjög nálægt staðnum þar
sem hún hafði stigið á höfuðkúpuna var bleik villirós. Þegar hún sleit
hana upp til að bæta henni í vöndinn sinn tók hún eftir upphleyptum
garði, gjörð í kringum rót rósarinnar. Þetta voru fúnar leifar snöru,
bútur úr tættum plógstreng, sem samlagaðist nú mjúklega jarðvegin-
um. Á slútandi grein stórrar eikur, sem breiddi úr sér, hékk annar
bútur. Trosnaður, fúinn, upplitaður og slitinn, varla sjáanlegur — en
snerist án afláts í golunni. Myop lagði frá sér blómin.
Og sumarið var liðið.
Inga S. Þórarinsdóttir og Guðrún D. Jónatansdóttur þýddu
70
TMM 1996:2