Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 129
rekur inn nefið.“ (Það er væntanlega kaupandi!) Enn er tré skáldskaparins í lokaljóði bókarinnar, „Síðasta tréð í garðinum" (60). Á morgun verður þetta síðasta tré höggvið. Ef það er askurinn úr upp- hafsljóðinu þá er Þorsteinn að boða heimsendi. En það er þá einungis endir þeirrar veraldar sem hann þekkir, því tréð glatast væntanlega ekki heldur hlýt- ur einhvers konar framhaldslíf; „/. . ./ maður hefur ráðgert / að komast yfir / ofurlítinn teinung“, láta hann skjóta rót- um við höfðalagið í draumakytrunni heima og færa hann seinna út í garð, alþjóð til yndis — svo ffemi að gleymt sé að fullu að í fyrndinni stóð þar ekki ósvipað tré ... Tré er líka líf, aldur. Tréð í „Októ- bermorgni“ (54) hefur hingað til „staðið / hróðugt, sjálfu sér nægt, / eitt og álengdar," en í nótt hefur það nálgast: þjakað snjóþunga teygir það og hneigir tröllaukna, föla hönd að glugganum glugganum mínum sem fram til þessa hefur haldizt þíður. Árin beygja tréð, eins og manninn; það er að verða gamalt. Tröllaukna hönd þess hlýtur dauðinn að eiga. Minningasafnari Það talar í trjánum er játningabók manns sem á bágt með að komast í takt við tíma sinn. Nútíminn gerir þá kröfu til síns fólks að það leiti út, drekki í sig áhrif héðan og þaðan, leyfi öðrum að móta ímynd sína og gangist svo við henni (og upp í henni). Gallinn við þursana í höll Dofrans í Pétri Gaut var hvað þeir voru forstokkaðir í eigin heimi og lokuðu á allt annað. Þeir voru sjálfum sér nægir, eins og þar stendur, og það var ekki til fyrirmyndar að dómi Ibsens. Maðurinn átti að hans áliti að vera op- inn fýrir öllu umhverfi sínu — en þó vissulega heill og sjálfum sér líkur. f ljóðinu „Tilbrigði við Pétur Gaut“ (9) er hið „skrýtna skáld“ ávarpað, mað- ur sem dregur líkingar um líf sitt „af vættum og vábeiðum", er svo íhaldsam- ur og forn að hann dylur boðskap sinn bak við vísanir í gamalt þjóðsagnaefni núna, á öld hinna opnu, ljósu staðhæfinga sem berast skulu beint! Það er engin furða þótt fólk sjái í honum mynd bergþursins; og í Ijóðinu játast hann undir þessa ímynd; lærir „að vera / sá sem þeim sýnist þú vera . . .“ En þverstæðan er að það er hann ekki í raun og veru heldur af því að aðrir segja að hann sé það. Hann ermaður sem nauð- ugur leikur hlutverk bergþurs. Annar kafli bókarinnar heitir „Strokudrengir" og geymir sex tölusett ljóð sem öll heita „Strokudrengur". Þetta er átakanlegur bálkur um mann sem lifir aðeins hálfu lífi: Einhversstaðar er hin helftin. Tröllum gefin og týnd. Hann hefur strokið, en frá hverju? Ábyrgð? Ást? Hann vill ekki trúa því að sú helft sem hann skildi eftir sé týnd. „Nei! Gleymd, fryst, geymd / ung er mér sagt hún sofi.“ (21) Eins og Þyrnirós á hún að bíða þess að hann komi og kyssi í hana líf. En getur þessi prins gáð að tímanum? Veit hann hvenær árin hundrað eru liðin? Hann, sem er „slitinn / úr tengslum við hvaða / tíma og herbergi sem vera skal“ (27). Núna, þegar „nær TMM 1996:2 127 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.