Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 106
græn: hamsleysi og afbrýði. Augu hennar eru brún: áreiðanleiki og hyggni. Augu hennar eru fjólublá: sagan er eítir Raymond Chandler. Hvernig er hægt að komast hjá öllum þessum aukafarangri innan sviga um lyndiseinkunn konunnar? Augu hennar eru efjulit, augu hennar breyttu um lit eftir því hvernig liturinn var á linsunum hennar; hann gáði aldrei að augnlitnum. Veldu nú. Mín kona var með grænblá augu, sem gerir sögu hennar langa. Og þannig grunar mig, að á hreinskilnisaugnablikum skáldins í einrúmi, þá viðurkenni hann fánýti þess að lýsa augnlit. Hann ímyndar sér persónuna smátt og smátt, mótar form hennar, og svo — og það gerist síðast af öllu — smellir hann tveimur augum úr gleri í tómar tóttirnar. Augu? Já, einmitt, hún verður auðvitað að vera með augu, hugsar hann, með þreytulegri háttvísi. Bouvard og Pécuchet komust að því í bókmenntarannsóknum sínum að þeir töpuðu virðingunni fyrir höfundi ef honum urðu á villur. En mér kemur meira á óvart hve fá mistök rithöfundar gera. Svo biskupinn af Liége andast fimmtán árum áður en hann átti að gera það: ætli þetta geri Quentin Durward ógilda? Þetta er smávægilegt brot, eitthvað sem er fleygt til ritdóm- aranna. Ég sé fyrir mér rithöfundinn við lunninguna á skut Ermarsundsferj- unnar þar sem hann spýtir hrati úr samlokunni sinni til sveimandi mávanna. Ég var of langt frá Enid Starkie til að greina augnlit hennar sjálfrar; það eina sem ég man af henni er að hún klæddi sig eins og matrós, gekk álút og var með þennan grimma frönskuhreim. En ég skal segja þér dálítið annað. Þessi fyrrverandi fyrirlesari í frönskum bókmenntum við Oxfordháskóla og heiðursfélagi við Somerville College, sem var „vel þekkt fyrir rannsóknir sínar á ævi og verkum höfunda á borð við Baudelaire, Rimbaud, Gautier, Eliot og Gide“ (ég vitna hér í káputextann, fýrstu útgáfu auðvitað), sem helgaði Madame Bovary og höfundi hennar tvær þykkar bækur og mörg ár af ævi sinni, valdi sem kápumynd á íýrra bindið málverk af „Gustave Flaubert eftir óþekktan málara“. Þetta er það fyrsta sem við sjáum; þetta er, ef svo mætti segja, augnablikið þegar dr. Starkie kynnir okkur fyrir Flaubert. Eini gallinn er sá að þetta er ekki hann. Þetta er mynd af Louis Bouilhet, eins og allir safnverðirnir í Croisset [þar sem Flaubert bjó] fyrr og síðar gætu sagt þér. Og þegar maður er hættur að flissa mætti spyrja: hvað með það? Kannski heldurðu bara ennþá að ég vilji níðast á látnum fræðimanni sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Nú, það má svosem vera. En á móti mætti spyrja: quis custodiet ipsos custodes[hver gætir varðanna sjálfra?] Og ég skal segja þér dálítið annað. Ég var einmitt að enda við að lesa Madame Bovary aftur. í einu tilviki lætur hann Emmu hafa brún augu (14), í öðru djúpsvört (15), og í því þriðja blá (16). 104 TMM 1996:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.