Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 31
klauf hans innri mann í herðar niður. En af því hér er komið út í margvíslegar
tengingar; samanburðurinn er ekki alveg út í hött hvað önnur mál snertir.
Síðari hluta ritferils síns skrifaði Tolstoj mikið um trú og þjóðfélagsmál, auk
þess um listina, þátt hennar og gildi (eða gildisleysi?) í mannlegu lífi. Ekki
veit ég hvort Skúli hefur haft mikið veður af þeim ritum hans, hann nefnir
þó einhversstaðar Tolstoj og hefur mætur á honum, mér þykir að vísu
trúlegra að þar eigi hann fyrst og fremst við skáldverkin. Þau hefur hann
áreiðanlega lesið meðan sjónin hélt, og þar koma auðvitað skýrt fram öll þau
viðhorf sem seinna fengu fremur útrás í greinum skáldsins. Það undarlega
blandna samband við listina sem þjakaði Tolstoj alla ævi, er að sumu leyti,
og með mildari hætti hlutskipti Skúla: hann hefúr ljóslega ætlað sér út á
skáldabrautina ungur, en margt orðið í veginum. Og hann hefur líka séð, líkt
og Tolstoj, hvað listinni voru strangar takmarkanir settar, í öllu hennar
ríkidæmi, og um sumt fannst honum hún hafa brugðist, einsog kirkjan með
sínu móti, hlutverki sínu í mannfélaginu — að vísa öllu fram á við. En
andstæður skapa spennu, og eru að sjálfsögðu eðlilegar upp að ákveðnu
marki, og það er óvíst að án þeirra hefði bóndinn norður í Hrútafirði tekið
að setja á bækur af slíku afli hugleiðingar sínar um lífið og tilveruna. Og
honum tókst það sem risanum austur á Jasnaja Poljana tókst ekki—að halda
jafnvægi innra með sér.
Vafalaust er að fordæmi Helen Keller hefur að einhverju leyti orðið Skúla
til vakningar, hann nefhir hana ásamt Karli Bjarnhof í formála að Bréfi úr
myrkri. En hér sem í öðru hefur það samt áreiðanlega verið eigin reynsla fyrst
og fremst sem knúði á, engum blöðum um það að fletta — og blindan hefur
á vissan hátt skapað eða a.m.k. dregið fram þann sérstæða heimspeking Skúla
Guðjónsson sem skólagengnir heimspekingar gætu sótt til lærdóma varð-
andi skýrleika og snerpu í hugsun og framsetningu, og frumleika í upphafs-
merkingu þess orðs, því sannleikurinn er sá að menn hugsa hvergi betur en
næst jörðu — þó vel að merkja ofar moldu — með himininn yfir sér.
Stórfelldar hugsanir er oft að fmna á ólíklegum stöðum, í heimaofnum kufli.
En hvers vegna ættu líka Ljótunnarstaðir að vera eitthvað „ólíklegri“ staður
en t.d. Jasnaja Poljana, þegar öllu er á botninn hvolft? Á Jasnaja Poljana er
líka mold og gras, og himinn yfir.
Heimspeki Skúla er hagnýt í yfirlætisleysi sínu, ekki á þann hátt að hún
hjálpi mönnum að mala gull, hann metur ekki gull nema gullið í manninum,
heldur hagnýt í lífsins stríði. Gamla sagan með brauðið og andann.
Menntun hans var að litlu leyti fengin úr skólum, að stofni til var hún af
því fornlega tagi sem hefur dugað furðu vel gegnum tíðina á þessu landi í
hretviðrum tilverunnar, hvað sem menn segja um slíkt andlegt fóður núna;
með ruslakörfuna á lofti í hvert sinn sem „gamalt“ heyrist nefnt. Þessi
TMM 1996:2
29