Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 31
klauf hans innri mann í herðar niður. En af því hér er komið út í margvíslegar tengingar; samanburðurinn er ekki alveg út í hött hvað önnur mál snertir. Síðari hluta ritferils síns skrifaði Tolstoj mikið um trú og þjóðfélagsmál, auk þess um listina, þátt hennar og gildi (eða gildisleysi?) í mannlegu lífi. Ekki veit ég hvort Skúli hefur haft mikið veður af þeim ritum hans, hann nefnir þó einhversstaðar Tolstoj og hefur mætur á honum, mér þykir að vísu trúlegra að þar eigi hann fyrst og fremst við skáldverkin. Þau hefur hann áreiðanlega lesið meðan sjónin hélt, og þar koma auðvitað skýrt fram öll þau viðhorf sem seinna fengu fremur útrás í greinum skáldsins. Það undarlega blandna samband við listina sem þjakaði Tolstoj alla ævi, er að sumu leyti, og með mildari hætti hlutskipti Skúla: hann hefúr ljóslega ætlað sér út á skáldabrautina ungur, en margt orðið í veginum. Og hann hefur líka séð, líkt og Tolstoj, hvað listinni voru strangar takmarkanir settar, í öllu hennar ríkidæmi, og um sumt fannst honum hún hafa brugðist, einsog kirkjan með sínu móti, hlutverki sínu í mannfélaginu — að vísa öllu fram á við. En andstæður skapa spennu, og eru að sjálfsögðu eðlilegar upp að ákveðnu marki, og það er óvíst að án þeirra hefði bóndinn norður í Hrútafirði tekið að setja á bækur af slíku afli hugleiðingar sínar um lífið og tilveruna. Og honum tókst það sem risanum austur á Jasnaja Poljana tókst ekki—að halda jafnvægi innra með sér. Vafalaust er að fordæmi Helen Keller hefur að einhverju leyti orðið Skúla til vakningar, hann nefhir hana ásamt Karli Bjarnhof í formála að Bréfi úr myrkri. En hér sem í öðru hefur það samt áreiðanlega verið eigin reynsla fyrst og fremst sem knúði á, engum blöðum um það að fletta — og blindan hefur á vissan hátt skapað eða a.m.k. dregið fram þann sérstæða heimspeking Skúla Guðjónsson sem skólagengnir heimspekingar gætu sótt til lærdóma varð- andi skýrleika og snerpu í hugsun og framsetningu, og frumleika í upphafs- merkingu þess orðs, því sannleikurinn er sá að menn hugsa hvergi betur en næst jörðu — þó vel að merkja ofar moldu — með himininn yfir sér. Stórfelldar hugsanir er oft að fmna á ólíklegum stöðum, í heimaofnum kufli. En hvers vegna ættu líka Ljótunnarstaðir að vera eitthvað „ólíklegri“ staður en t.d. Jasnaja Poljana, þegar öllu er á botninn hvolft? Á Jasnaja Poljana er líka mold og gras, og himinn yfir. Heimspeki Skúla er hagnýt í yfirlætisleysi sínu, ekki á þann hátt að hún hjálpi mönnum að mala gull, hann metur ekki gull nema gullið í manninum, heldur hagnýt í lífsins stríði. Gamla sagan með brauðið og andann. Menntun hans var að litlu leyti fengin úr skólum, að stofni til var hún af því fornlega tagi sem hefur dugað furðu vel gegnum tíðina á þessu landi í hretviðrum tilverunnar, hvað sem menn segja um slíkt andlegt fóður núna; með ruslakörfuna á lofti í hvert sinn sem „gamalt“ heyrist nefnt. Þessi TMM 1996:2 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.