Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 93
hagsundrið þýska var að komast á fullan
skrið seinnipart 6. áratugarins. Herir vestur-
veldanna plömpuðu þar í gegn einu sinni á
ári til að minna austrið á veru sína. Og á
undanförnum árum og áratugum hefur
maður getað gengið í gegnum einskonar
þverskurð Vestur-Berlínsks samfélags á
góðviðrishelgum að sumarlagi í Tiergarten.
Þar hafa Tyrkirnir helgað sér staði í
nágrenni Schloss Bellevue fyrir stóríjöl-
skyldurnar og grillin, þannig að oft leggur
þykkan mökk yfir væntanlegan bústað
forsetans. Hommar og lesbíur hafa fundið
sér flatir í námunda við Sigursúluna (Die
Siegesseule) sem stendur eins og risastór
reður í garðinum miðjum, með sigurengil á toppnum í staðinn fyrir sigri
hrósandi kóng. Reyndar stóð hún lengi vel framan við Reichstag, enda reist
í tilefni af sigri Þjóðverja á herjum Napóleóns III Frakkakóngs og sameiningu
þýsku ríkjanna. Það var Adolf heitinn Hitler sem lét síðan færa hana á
núverandi stað svo sigursælir herir hans gætu arkað í breiðfylkingum hjá
þessu stolta tákni þýskrar karlmennsku. Núdistar dreifa úr sér á nokkrum
stöðum í garðinum, gamla fólkið kýs ákveðna bekki fremur en aðra, mæður
með börn og helgarpabbar hittast hjá stærsta leikvellinum, ástfangin pör
halda sig gjarnan dálítið afsíðis í skugganum af stórum trjám. Á flötinni
framan við Reichstag er spilaður fótbolti, nema þegar blæs, þá koma íjöl-
skyldufeður með flugdreka og þykjast gera það fyrir börnin, sem fá þó
sjaldnast að halda í spottana sjálf. Og á flatirnar framan við Haus der
Kulturen der Welt (Hús menningarsamfélaga heimsins), þar sem stöðugt eru
sýningar, leikhópar, bíómyndir, fyrirlestrar, tónleikar osfrv. frá hinum ýmsu
heimshlutum og ætlað er að vinna gegn fordómum og stuðla að gagnkvæmri
virðingu milli mismunandi menningarsamfélaga, safnast hinir ólíku þjóð-
félagshópar saman á góðviðrisdögum um helgar og eyða deginum í sátt og
samlyndi. Já, Vestur-Berlín var sú borg í Þýskalandi sem komst næst því að
vera multikulturell samfélag eins og var í tísku að tala um skömmu áður en
múrinn féll. En nú eru allir búnir að gleyma þessu háleita markmiði, eftir að
Þýskaland varð aftur eitt land og Þjóðverjar ein þjóð og nýnasistar fóru að
gera sér það til dundurs að berja útlendinga í spað og kveikja í flóttamanna-
heimilum. Og Haus der Kulturen der Welt verður endurskýrt þegar skrif-
stofublækur þingsins flytja þar inn, Tyrkirnir hraktir burt með grillin sín svo
reykurinn angri ekki forsetann enda bannað að vera með opinn eld í
TMM 1996:2
91