Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 115
spurningar og svör þar sem annar nefnir bókartitil en hinn segir gott eða vont, og spyrillinn ýmist jánkar eða neitar. Slíkt er háttur fiskmatsmanna í samræðum um fisk á uppboðsmörkuðum. En um bókmenntir gilda önnur lögmál. Það sem er gott og viðeigandi í dag þarf ekki endilega að duga vel eftir tíu ár, verk sem verður einhvern tímann klassískt þarf ekki endilega að eiga brýnt erindi við samtíð sína. Sum verk eru á undan samtíð sinni og önnur eru góð í okkar augum af því að þau koma úr framandi menningu. Til dæmis væri ekki greið leið fyrir höfund að koma fram með Gísla sögu Súrssonar á vorum dögum og ætlast til þess að fá sams konar athygli og fornsagan hefur fengið í skólum og á kvikmynd. Það er því rangt að stilla sífellt upp þeirri spurningu hvort ný verk muni nú þola tímans tönn. Það er vitað mál að fæst þeirra gera það en samt geta þau átt brýnt erindi — við samtíð sína. En bókmenntaumræða þarf alltaf að snúast um þau bókmenntaverk sem eru lesin, í anda þeirrar áherslu sem lögð er á lesandann. Það hefur enga þýðingu að fjalla um skúffuhandrit sem enginn vill gefa út og enginn hefur lesið. En erum við einhverju bættari þótt við setjum á langar tölur um bækur sem hafa komist á þrykk og munu síðan falla ólesnar í gleymsku til þess eins að upplýsa lesendur um að þetta séu ómögulegar bækur? Langar einhvern til að vita það? Geta ekki ritdómarar svalað dómaragleði sinni með því að fjalla einungis um þau bókmenntaverk sem hægt er að fjalla um af einhverju viti? Og enn getum við spurt um hvaða bókmenntaverk á bókmenntasagan að fjalla: Nýmæli sem slá í gegn meðal lesenda og hafa áhrif á aðra höfunda, eða vanmetna snillinga og einkavini bókmenntafræðinga? Hefur það til dæmis einhverja bókmenntasögulega þýðingu að fjalla um ljóðabók Júlíönu Jónsdóttur Stúlku sem kom út á síðustu öld, fór framhjá öllum, hafði engin áhrif og þykir enn þann dag í dag ekki athyglisverður skáldskapur? Krítíkerar samtímans hafa efalaust séð að þarna var veikburða verk á ferð, og okkar hörðu krítíkerar myndu láta það fá óþvegna gusu ef það kæmist í hendurnar á þeim. En nú er þetta verk orðið ofurlítið kúríósum af því að það sýnir fyrstu tilraunir konu til að fóta sig í skáldskaparhefð karla og verður áhugavert útfrá alveg nýjum mælikvarða sem engum datt í hug að bregða á skáldverk þegar bókin kom út árið 1876. Starf þeirra sem rýna í samtímabókmenntir ætti þá að felast í því að gera sér grein fýrir þeirri samræðu sem ný skáldverk vekja við lesanda sinn. I vel heppnuðum verkum kemst slík samræða af stað og krítikerinn getur tekið hana upp, sýnt lesendum eða áheyrendum sínum hvernig hún er sett fram í því verki sem hann fjallar um og hvernig hún orkar á hann sjálfan, með öðrum orðum hvernig merldngin er byggð upp og hvað honum þykir takast sérlega vel eða illa í því sambandi. Það kemur svo nokkurn veginn af sjálfu TMM 1996:2 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.