Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 30
þeir tilheyra — eða tilheyra ekki: en jaíhframt efahyggja í þeim skilningi að
viðteknar hugmyndir og form nægðu anda þeirra ekki til viðurværis. Þá rétt
einsog nú, var kirkjan varla það ljós sem hún hélt sig vera og vildi vera. En
burtséð frá öllum stofnunum voru höfundar Biblíunnar (sér í lagi Páll
postuli), Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín hans menn, í bland við Snorra
Sturluson og Þórberg Þórðarson. Hann vísar aftur og aftur til Hallgríms máli
sínu til stuðnings og tengir af hugviti og hnyttni við samtímann, enda veit
hann sem er að góður skáldskapur fellir aldrei lauf sitt, þó þjóðfélagshættir
og skoðanir breytist. Þetta er grundvallarstaðreynd sem fulloft er horft
framhjá, og þessvegna liggja svo margar góðar bækur lítt lesnar eða ekki.
Einsog einhver sagði: það eru ekki til gamlar bækur og nýjar, bara góðar
bækur og slæmar.
Af því Þórbergur var tilgreindur hér áðan, er tímabært að líta í svip á hann
og Skúla hlið við hlið, því þeir eiga heilmargt sameiginlegt. Stílblær þeirra
og málkennd eiga sér áþekkar rætur, þó margt sé ólíkt í framsetningu, og
húmorinn er skyldur. Stundum kaldranalegur hið ytra og dálítið markaður
hálfduldum biturleika, en hlýr undir niðri, og báðir eru þeir alvörumenn
þegar til kastanna kernur: þjóðfélagsrýnendur og skáld í alfrjálsu formi
„esseyjunnar“, jafnvel brot af spámönnum. En Skúli er þó öllu gerhugulli,
varari um sig í tilverunni, ekki jaíh ginnkeyptur og Þórbergur fyrir þeim
öflum sem segjast ætla að bjarga henni gömlu veröld og fleyta henni fram á
við. Hann var að vísu talinn kommúnisti, en rakst aldrei jafh vel innan
hugmyndakerfanna og Þórbergur gerði sér til skaða; var ævinlega einskonar
óflokksbundinn framsóknarmaður öðrum þræði; þar kemur líka til vera
hans í Samvinnuskólanum á ungdómsárum — og hann var eilíflega þakk-
látur Jónasi frá Hriflu sem las yfir fyrir hann kvæði á þeim tíma og réði
honum eindregið ffá því að gerast skáld í bundnu máli! í skrifum sínum,
þeim sem tengjast stjórnmálum, getur hann einkennilega sjaldan stillt sig
um að skopast góðlátlega að félögum sínum í „trúnni“ — þar birtist hans
sterka efahyggja í annarri mynd; hann gengur á svig við kreddur og kenn-
ingar hvernig sem þær birtast. Vinstri maður var hann nú samt, samhliða
„framsóknarmanninum“ — en maður fyrst og fremst. Ég er ekki viss um að
hann hafi í raun hugsað svo miJdð til hægri og vinstri, fremur en upp og
niður, fram og aftur. Hann var á margan hátt einsog Sigurður Nordal sagði
um Sókrates gamla, frjálslyndur og íhaldssamur í senn. í honum blandaðist
á sérkennilegan hátt framfarasinninn og hinn fastheldni íslenski bóndi. Þetta
hlýtur að hafa valdið honum sálartogstreitu með köflum, og stundum
minnir hann að þessu leyti á stórskáldið rússneska Leo Tolstoj, nema Tolstoj
varð aldrei í raun og sannleika bóndi, hann bara langaði til að verða það, og
sú löngun varð á endanum svo knýjandi að hún stappaði nærri geggjun og
28
TMM 1996:2