Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 95
laust inní það sem gerist á sviðinu og snakkað um það spariklæddur með
vínglas í hendi eftir sýningu hvort maður hafi skemmt sér vel eða ekki, á
sýningum La Fura dels Baus. Nei, leikhópurinn ber meiri virðingu fyrir
áhorfendum sínum en svo að hann láti þá í friði. Sýningar La Fura dels Baus
eru einskonar orgíur, fullar af nekt og ofbeldi, eða ef maður orðar það á
aðeins meira krassandi hátt, heimur fullur af brundi og blóði. Já, maður
verður að gæta sín á sýningum La Fura dels Baus, að verða ekki fyrir pústrum
og hrindingum eða jafnvel blóð og málningarslettum í hamförum leikar-
anna, því það eru engir stólar, ekkert svið, aðeins eitt rými sem áhorfendur
og leikarar deila með sér. Aktionleikhús eða kaosleikhús eru meðal annars
þau orð sem gagnrýnendur hafa valið til að lýsa La Fura dels Baus og sumir
jafnvel ásakað hópinn um ofbeldisdýrkun í anda de Sade eða Artaud eða
jafnvel hreint og klárt siðleysi, sem er þó fjarri lagi þegar nánar er að gáð.
Afhjúpun er orð sem ætti mun betur við og það í fleiri en einum skilningi.
Fyrir það fyrsta hvað varðar tengsl áhorfenda og leikara, því þeir sem stilla
sér útí horn og fylgjast bara með, missa ekki aðeins af mjög mikilvægum
þætti sýningarinnar sem er stöðugt líkamlegt samband áhorfenda innbyrðis
og stundum við leikarana, samband sem byggir á einkennilegu samblandi
af spennu og ótta, heldur afhjúpa þeir sjálfa sig í leiðinni sem raggeitur. í
öðru lagi er sjaldnast um eiginlegan söguþráð að ræða eða persónur sem
maður getur samsamað sig með og lifað sig inní. Það er manneskjan nakin,
afhjúpuð allri ytri prakt og einfölduðum þjóðfélagslegum skírskotunum,
sem fjallað er um. Og frásögnin, að því marki sem það orð á við um sýningar
La Fura dels Baus, hefur á sér goðsögulegan blæ, þar sem ást, hatur, getnaður,
fæðing, dauði, barátta en umfram allt valdið, er til umfjöllunar.
Það væri ekki fjarri lagi að halda því fram að sýningar La Fura dels Baus
hafi á sér Biblíulegt yfirbragð, því eins og ýmsir spámenn gamla testament-
isins, sem börðust gegn hræsni hinna siðblindu sem prýddu sig stolnum
dyggðum, gegn spilltum valdhöfum og reyndu að opna augu þess samfélags
sem þeir lifðu í fyrir því, að með framferði sínu hlyti það að kalla yfir sig reiði
Guðs, sýnir La Fura dels Baus hvernig það samfélag sem við búum í hlýtur
að kalla yfir sig reiði sögunnar í líki farsótta, fátæktar, stríða, útrýmingar-
búða, mengunar eða annarrar óáranar, verði ekkert að gert. Og maður þarf
svo sem ekki að líta lengra en til Balkanskagans eða þess hvað lögreglu og
dómsyfirvöld hér í Þýskalandi eru slegin einkennilegri blindu á hægra
auganu hvað uppgang nýnasista varðar, meðan þau virðast sjá í gegnum holt
og hæðir þegar ofbeldið kemur frá vinstri, til að fá staðfestingu á því. Já,
mannskepnunni virðist lífsins ómögulegt að læra af reynslunni og hópar eins
og La Fura dels Baus eru ekkert síður hrópandinn í eyðimörkinni en
spámenn gamla testamentisins, en óneitanlega mun skemmtilegri.
TMM 1996:2
93