Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Síða 95
laust inní það sem gerist á sviðinu og snakkað um það spariklæddur með vínglas í hendi eftir sýningu hvort maður hafi skemmt sér vel eða ekki, á sýningum La Fura dels Baus. Nei, leikhópurinn ber meiri virðingu fyrir áhorfendum sínum en svo að hann láti þá í friði. Sýningar La Fura dels Baus eru einskonar orgíur, fullar af nekt og ofbeldi, eða ef maður orðar það á aðeins meira krassandi hátt, heimur fullur af brundi og blóði. Já, maður verður að gæta sín á sýningum La Fura dels Baus, að verða ekki fyrir pústrum og hrindingum eða jafnvel blóð og málningarslettum í hamförum leikar- anna, því það eru engir stólar, ekkert svið, aðeins eitt rými sem áhorfendur og leikarar deila með sér. Aktionleikhús eða kaosleikhús eru meðal annars þau orð sem gagnrýnendur hafa valið til að lýsa La Fura dels Baus og sumir jafnvel ásakað hópinn um ofbeldisdýrkun í anda de Sade eða Artaud eða jafnvel hreint og klárt siðleysi, sem er þó fjarri lagi þegar nánar er að gáð. Afhjúpun er orð sem ætti mun betur við og það í fleiri en einum skilningi. Fyrir það fyrsta hvað varðar tengsl áhorfenda og leikara, því þeir sem stilla sér útí horn og fylgjast bara með, missa ekki aðeins af mjög mikilvægum þætti sýningarinnar sem er stöðugt líkamlegt samband áhorfenda innbyrðis og stundum við leikarana, samband sem byggir á einkennilegu samblandi af spennu og ótta, heldur afhjúpa þeir sjálfa sig í leiðinni sem raggeitur. í öðru lagi er sjaldnast um eiginlegan söguþráð að ræða eða persónur sem maður getur samsamað sig með og lifað sig inní. Það er manneskjan nakin, afhjúpuð allri ytri prakt og einfölduðum þjóðfélagslegum skírskotunum, sem fjallað er um. Og frásögnin, að því marki sem það orð á við um sýningar La Fura dels Baus, hefur á sér goðsögulegan blæ, þar sem ást, hatur, getnaður, fæðing, dauði, barátta en umfram allt valdið, er til umfjöllunar. Það væri ekki fjarri lagi að halda því fram að sýningar La Fura dels Baus hafi á sér Biblíulegt yfirbragð, því eins og ýmsir spámenn gamla testament- isins, sem börðust gegn hræsni hinna siðblindu sem prýddu sig stolnum dyggðum, gegn spilltum valdhöfum og reyndu að opna augu þess samfélags sem þeir lifðu í fyrir því, að með framferði sínu hlyti það að kalla yfir sig reiði Guðs, sýnir La Fura dels Baus hvernig það samfélag sem við búum í hlýtur að kalla yfir sig reiði sögunnar í líki farsótta, fátæktar, stríða, útrýmingar- búða, mengunar eða annarrar óáranar, verði ekkert að gert. Og maður þarf svo sem ekki að líta lengra en til Balkanskagans eða þess hvað lögreglu og dómsyfirvöld hér í Þýskalandi eru slegin einkennilegri blindu á hægra auganu hvað uppgang nýnasista varðar, meðan þau virðast sjá í gegnum holt og hæðir þegar ofbeldið kemur frá vinstri, til að fá staðfestingu á því. Já, mannskepnunni virðist lífsins ómögulegt að læra af reynslunni og hópar eins og La Fura dels Baus eru ekkert síður hrópandinn í eyðimörkinni en spámenn gamla testamentisins, en óneitanlega mun skemmtilegri. TMM 1996:2 93
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.