Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 90
efnahagslíf og tækni hafa valdið frekar en það vegi upp á móti henni. Eins
og Alain Touraine hefur orðað það, er heimur nútímans að leysast upp í svið
tæknivæðingar og svið sjálfsmynda.
Þetta er ekki vettvangur fyrir frekari vangaveltur um þessi vandamál. Það
sem ég vildi sýna fram á var að skýra má hinn nýja heims „glundroða“ með
aðferðum Webers, eða til að vera nákvæmari, með aðstoð þess hugtaka-
ramma sem hann notaði til að greina upphaf kreppu tuttugustu aldarinnar
í Evrópu og að spurningarnar sem eru aftur komnar í sviðsljósið skipta máli
fyrir skilning okkar á allri sögu aldarinnar.
Ágúst Þór Árnason þýddi
Aftanmálsgreinar
1 Eric Hobsbawm er líklega kunnastur marxískra sagnfræðinga sem nú eru uppi.
Hann er fæddur árið 1917 í Vín, en hefur lengst af búið í Bretlandi. Hann var
félagi í breska kommúnistaflokknum og mun aldrei hafa gengið úr honum
(flokkurinn var leystur upp seint á níunda áratugnum). Meðal íjölmargra rita
Hobsbawms má nefha sögu nítjándu aldarinnar í þrem bókum: The Age of
Revolution (1789-1848), The Age of Capital (1848-1875), The Age of Empire
(1875-1914) og The Age of Extremes - The Short Twentieth Century, 1914-1991,
útgefin af Michael Joseph, London 1994.
2 Age of Extremes, bls. 500-557.
3 Sama rit, bls. 528.
4 Max Horkheimer & Theodor Adorno: Dialektik der Aufklarung, kom fýrst út í
Amsterdam 1947; síðar hjá S. Fischer Verlag, Frankfurt am Main, 1969.
5 Hér er aðallega stuðst við Wissenschaft als Beruf eftir Max Weber; sjá nýjustu og
bestu útgáfu þessa texta í Max Weber, Historisch-kritische Gesamtausgabe, Bd. 17,
Tubingen 1992, bls. 49-111. Fyrirlesturinn birtist á íslensku undir heitinu „Starf
ffæðimannsins“ í bókinni Mennt og máttur, útg. HÍB, Reykjavík 1973.
88
TMM 1996:2