Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 63
Árni Óskarsson
Tjara, fiður og rifin þök
Spjallað við Hilmar Jensson jazztónlistarmann
Tónlist gítarleikarans Hilmars Jenssonar hefur borist eins og hressilegur gustur
inn í staðið loft íslensks jazzlífs. Hann hefurfarið sínar eigin leiðir í tónlistinni
ogá heiður skilinn fyrirýmsa tónleika á undanförnum árum ogstórmerkilegan
geisladisk, Dofinn, sem út kom sl. haust. Diskurinn var hljóðritaður íNew York
og leikaþar með honum auk Skúla Sverrissonar bassaleikarafjórirBandaríkja-
menn úr tilraunageira jazzins, altsaxófónleikarinn Tim Berne, sem senthefur
frá sér plötur undir sínu nafni í hálfan annan áratug og er sífellt að nema ný
lönd sem tónskáld, tenórsaxófónleikarinn Chris Speed, altsaxófón- og
bassaklarinettuleikarinn Andrew d’Angelo og trommuleikarinn Jim Black. Allir
hafa þeir áður spilað með Hilmari á tónleikum hér heima, en þeir þrír síðast-
nefndu leika saman í hljómsveitinni Human Feel sem nú þykir með þeim
efnilegri á sínu sviði, ef marka má jazztímarit á borð við Down Beat. Tónlistin
á diskinum er afar fjölskrúðug og byggist að miklu leyti áfrjálsum spuna sem
skrifað efni Hilmars bindur satnan.
Hilmar sem nú er um þrítugt lærði undirstöðuatriðin í gítarleik afföður
sínum þegar hann var sex eða sjö ára, en síðan var ekkert framhald á þvífyrr
en hannfluttist til Svíþjóðar tólf ára gamall og lærði svolítið í klassík „en var
voðalega latur“, að eigin sögn. Á unglingsárunum í Svíþjóð lék hann í rokk-
hljómsveit um tíma. Eftir að hann flutti aftur til íslands 1982 stofnaði hann
rokkkennda fusion-sveit ásamt Matthíasi Hemstock sem hét Singultus, en það
er latína ogþýðir hiksti. Umþetta leytifór hann að læra hjá Birni Thoroddsen.
Þáfór að kvikna alvöru jazzáhugi og hann komst að því að hann réð ekki við
að spila það sem hann langaði til án þess að læra eitthvað.
— Á þessum árum þótti mér sjálfsagt að semja músík, sagði Hilmarþegar
ég spjallaði við hann á dögunum. — Ég hlustaði til dæmis mikið á Mike
Oldfield um skeið og mér þóttu þessi löngu verk hans afskaplega spennandi.
Ég fór að semja verk í þeim anda sem voru ekki ýkja merkileg en firna löng.
Á þessum tíma fannst mér líka mjög gaman að spila, en ég hef off hugsað
um það síðan hvað nám gerir úr allri þeirri orku sem við svona spilamennsku
losnar úr læðingi. Fólk hefur kannski ofboðslegan áhuga á tónlist en þegar
það reynir að bera sig eftir meiri fróðleik er eldmóðurinn drepinn niður. Þeir
TMM 1996:2
61