Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 14
yfir 30 staði bæði innanlands og utan sem ég hef verið á, til að fá vinnufrið
og andrými. Stóra formið á bókinni er vegur sem hlykkjast áfram. Það að
semja þessa bók var líka ferðalag. Ég skipulagði bókina líkt og maður
skipuleggur ferð; ég ætla frá Reykjavík austur á firði og ég veit nokkurnveginn
hvar ég ætla að stoppa en ég veit ekki upp á hár hvað kemur fyrir mig á
hverjum stað.
Hjartastaður erþá einskonar ‘road-movie’ bók í tvennum skilningi, þú skrifar
hana á mörgum stöðum, 'on the road’ má segja ogsvo segir húnfráferð á vegum
úti. Ástin fiskanna hefur líkaþaðferli, vegurinn er mikilvœgur, það er vegurinn
norður sem Samanta og Hans fara ogsem bókin endar á. Stóð Ástin fiskanna
í hugarfarslegum tengslum við nýju bókina?
Ég veit það ekki vel. . . þetta er augljóst sem þú ert að segja, en mér hefur
aldrei dottið það í hug. Stundum kemur höfundurinn ekki auga á augljósa
hluti af þessu tagi. Burtséð ffá þessu má segja að Samanta og Harpa Eir séu
um það bil eins ólíkar og tvær konur geta verið. Öll þeirra sitúasjón er gerólík.
Þær eru ólíkar manneskjur nema að því leyti að þær finna báðar til og hafa
báðar verið ástfangnar. Fólk verður að vera ástfangið í bókum. Ef ekkert er
fyndið og enginn ástfanginn þá bara gengur þetta ekki.
Svo þú hugsaðir Ástina fiskanna sem eitthvað gerólíkt við stóra prójektið?
Sem einhverskonar frelsun fyrir mig út úr þessu langa hryllilega prójekti,
svigrúm og nýja vídd. Það er líka lúksus að skrifa sögu um eitthvað eitt. Ástin
fiskanna fjallar aðallega um eitt mál. Það sama má í raun segja um Tímaþjóf-
inn. En Hjartastaður er margar sögur. Ég er kannski í einhverjum skrýtnum
leik milli forma sem ég átta mig minnst á sjálf. Það hefur eitthvað með frelsið
að gera að fara úr einu formi í annað, eins og að fara úr stuttu skáldsögunni
yfir í þá löngu og flóknu. Ég held líka að ég endurnýji mig á því að fara úr
einu formi í annað. Það eru einhverjir þroskamöguleikar í því fyrirkomulagi.
í Hjartastað get ég látið gamminn geysa. Það er stórkostlegt en það er líka
leiðinlegt. Það er eins og ég sé að brjótast um í einhverri spennitreyju, að mér
finnist formið setja mér takmörk og ég reyni að olnboga mig einhvernveginn
út úr þeim. Stundum gerir maður það best með því að halda sig inni í
einhverju smágerðu eins og Ástinni fiskanna. Það er stundum mesta frelsið
í stífustu spennutreyjunni.
12
TMM 1996:2