Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 114
taka sér skemmri tíma og umfjöllun þeirra ber þess oft merki að standa nær
formlegum samræðum en þaulhugsaðri fræðiritgerð. Þessi hraði nægir þó
gagnrýnendum ekki til að afsaka óvandaða umfjöllun og kenna um tíma-
skorti. Þó að menn þurfi að vera stuttorðir er ekki þar með sagt að þeir geti
ekki verið gagnorðir og hugsað heila hugsun til enda.
Til eru þeir sem halda að starf bókmenntafræðinga, og þá sérstaklega
þeirra sem viðra skoðanir sínar á nýútkomnum bókum í nafni gagnrýni, eigi
að líkjast starfi garðyrkjumanna sem ganga um með klippur, hrífur, sláttu-
vélar og önnur verkfæri til að halda görðum húsbænda sinna snyrtilegum.
Á sama hátt eigi bókmenntafræðingar að ráfa um í stórum heimi bókmennt-
anna og sjá um að allt sé í röð og reglu, og bestu verkunum haldið á loft
þannig að þau komist greiðlega í hendur hinna lesfúsu. Frumkvæði þessara
fræðimanna sé eins og hvert annað öfugmæli því að bókmenntirnar hljóti
að koma fyrst og síðan fræðin um þær. Rétt eins og garðurinn kemur fyrst
og síðan garðyrkjumaðurinn. Eða hvað?
Gallinn við þessa aðferð er sá að það er ómögulegt að leggja svo algilda
mælikvarða á bókmenntaverk að þau séu hreint út sagt góð eða vond. Það
er ekki hægt að raða þeim uppí flokka eins og bílum sömu tegundar þannig
að sú gerð sem hefur flestar dyr, stærstu vélina og flest hestöfiin er ótvírætt
best — og dýrust. Mat á skáldverkum verður seint njörvað niður með þeim
hætti þrátt fyrir tilraunir til að ganga að þeim með eyðublað og finna út hvort
vel sé að verki staðið eða ekki með því að athuga byggingu, sjónarhorn,
persónusköpun og hvað það nú er sem fólki er kennt að felist í nákvæmum
bókmenntalestri.
Niðurstaðan af slíkri matsaðferð hefur oftar en ekki orðið sú að ef hver
liður er nógu flókinn þá jafngildi það góðri sögu. Ef söguþráður er í graut,
sjónarhorn afar breytilegt og persónur mjög margbrotnar hljóti það að
merkja að höfundur hafi heldur betur vandað sig og útkoman sé því gott
verk. Nú gæti að vísu orðið vandasamt að finna einhvern til að mæla þessari
röksemdafærslu bót, enda er hún nokkuð afbökuð í minni útfærslu, en þó
felst í henni það sannleikskorn að margir hafa haft þá trú að hægt sé að nota
eina ákveðna aðferð til að skera upp bókmenntaverk og komast að því hvort
innviðir þess séu traustir eða feysknir og fúnir.
Samræða um skilning og túlkun
Sú spurning sem við getum spurt okkur snýst um það hvort ekki sé einhver
misskilningur í því fólginn að markmið bókmenntarýnisins sé að leggja
gæðamat á einstök verk, og að samræður um bókmenntir snúist þá um
112
TMM 1996:2