Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 15
„Að vera rétt í laginu“
Þú hugsar tnikið umform ogflakkar á milliforma og blandar formum ogþú
sprengir form.
Já. Ég á ekki gott með að koma orðum að þessu. Þegar ég skoða þetta sjálf
utanfrá veit ég samt að þetta er svolítið skrýtið.
Það sést á verkum þínum að þú hefur gengið í gegnum mörgform og margar
tíðarfarsbreytingar sem hafa tengst formunum. Þú byrjar þína Ijóðlist inn í
atómskáldasprengju módernismans, eða í þeirri hugarfarsbylgju, svo koma
smásögurnar, á þeim tíma þegar nýraunsæið er að byrja; atómskáldatímabilið
tengist Ijóðinu mjög sterkt meðan nýraunsæið tengdist meira prósa. Svo koma
þessi umbrot sem kölluð hafa verið póstmódernismi og þar einmitt springur
formið ogþú kemurfram með Tímaþjófinn ogsíðan hefurðu verið stanslaust
að experimenta með form. Síðasta orðið er tilbrigði við minningagreinar og
Ástin fiskanna vinna með nóvelluformið ...
... sem lítið hefur verið notað hér á íslandi...
... mjög lítið, og ísmásögunum ertuþegarfarin að vinna með smásöguformið,
íSkáldsögum vinnurðu meðþessar samtengdu smásögur og...
... það má líka líta á Síðasta orðið sem samtengdar smásögur ...
. . . ef ég man rétt voru líka persónur úr sögunum í Sögur til næsta bæjar
persónur í sögunum í Skáldsögum. Þannig að strax innan nýraunsæisins ertu
með umbrot ogformbrot og ípóstmódernismanum springur formið út. Ljóðin
þín eru alltfrá því að vera bálkar eins og „Sjálfsmyndir á sýningu“ í Kúaskít
og norðurljósum, í það að vera stutt andartaksljóð í Kartöfluprinsessunni og
Verksummerkjum,á Ijóðasviðinu hefurðu líka verið aðgera tilraun-
ir. Þú talaðir umformið í sambandi við stóru skáldsöguna og nóvelluna, formið
semfrelsi ogformið sem haft, ertu þá mjög meðvituð umformið?
Ég er mjög meðvituð um formið á hverju verki fyrir sig. Mér finnst bók ekki
vera neitt ef hún er ekki rétt í laginu. Hún verður að vera rétt í laginu, en ef
þú spyrðir eftir hverju ferðu þá veit ég það ekki, ég veit bara að ég er endalaust
að djöflast í að hlutföllin í bókinni séu rétt. Ég hef enga heildarsýn yfir það
hvernig ég flakka milli forma. Ég sest ekki niður og segi nú ætla ég að skrifa
eitthvað sem ég hef ekki gert áður. En það er samt það sem ég geri. Þetta
TMM 1996:2
13