Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 127
fram í síðari hluta sögunnar þegar Ijóst
verður að „skáldið með dökku augun“
(133) er að semja textann, því lesandi
hans og viðmælandi og væntanlega ást-
kona, leikur undir á píanó, tónverk er
einnig skírskotar til hins píanóleikarans,
sem hafið fékk. Leikur hennar öðlast sitt
myndgildi í eftirfarandi lýsingu:
Dagur, nótt, hvað dylst í djúpinu? segir
konan hátíðlega einsog upp úr bók og
horfir á nótnaskriftina dofna, renna burt
einsog hún hefði blotnað, og blaðið
bylgjast í stað þess að verða slétt með
hvítu snælandi, og það bjarmar eitthvað
undir því og fer að skína í gegn; fyrst
gulnar það líkt og skinnhandrit og týnd
skriftin, nei það verður glært, það verður
gagnsætt, það verður sjór með hægri
öldu. Það verður næstum slétt yfirborð
sjávarins í höfhinni, næstum alveg slétt,
svo fer að gárast kringum áleitinn punkt
sem rýfur vatnflötinn, tveir stautar koma
upp, gildna báðir, og það eru tær; og þar
er maður [...] (123)
Hún fylgir „vitrun myndspunans" í leik
sínum en á sama tíma er skáldið að fást
við tungumálið. „Það var einsog hvort
væri í sínu hólfi tíma og rúms en tengd-
ust saman í þessari mynd í sundurlyndri
leit, og ekki sýnt að saman næði að fara;
unz hún lét snöggt neglurnar skella á
hvítum tönnum hljómborðsins án þess
manninum sæist bregða þó aðeins
brygði því fýrir að hann gripi andann á
lofti; einsog hann hefði fundið orð eða
fléttu til að nýta í vaxandi mynd [...]“
(124). Þannig leita þau hvort annars í
djúpi tóna, mynda og orða, í því djúpi
sem vitund mannsins er. 1 þessu efni má
segja að Thor haldi tryggð við arfleifð
módernismans. Því þótt módernískir
höfundar kollvarpi hefðbundnum að-
ferðum við að tjá einstaklingsbundið
vitundarlíf, þá er það einmitt oft gert til
að veita innsýn í vitundardýpi og tilvist-
arhöf sem veruleikinn hefur haldið effir
þótt mannskepnan hafi verið rænd eilífð
himinsins. Launhelgarnar kann að vera
að finna í arfi hámenningar eins og hjá
T.S. Eliot og Ezra Pound, í minningun-
um eins og hjá Marcel Proust, jafnvel
inni í sjálfum hversdeginum, einsog hjá
Franz Kafka, James Joyce og Virginiu
Woolf, eða í þögninni líkt og hjá Beckett
— þó leynist alls staðar smuga fyrir
tungumálið að sækja feng í djúpið.
Gjarnan er talið að hinn svokallaði póst-
módernismi byggist meðal annars á
höfnun slíkra „goðsagna“; undir einu
yfirborði menningar og vitundar sé ein-
ungis annað yfirborð og þannig lag af
lagi (en ef til vill má einnig þar sjá djúp
í mótun ...).
Ekkert rými gefst hér til að ræða veru-
fræði yfirborðsins og djúpsins svo sem
vert væri. Þó má spyrja hvort ekki hljóti
að vera að minnsta kosti tóm undir ein-
hverju yfirborðinu. Og tómið er einmitt
eitt form djúpsins í verkum Thors,
tómið kallar á myndir. Örvænting tón-
listarmannsins birtist meðal annars
þegar myndir þær sem vakna höfða eldd
til hans. „Þær gátu ekki gert tómið neitt
annað en tóm.“ (24). Um heyrnarlausa
manninn segir svo: „Hann er fýrir utan
til þess að komast innar, sjá djúpin opn-
ast. Og þau djúp eiga stað í honum sjálf-
um, jafnframt því að vera utan um aEt
sem ffá honum er tekið.“ (62-63). Þessi
djúp eru einsog hafið og hafið getur af
sér myndir sem eru einsog tónlist,
einsog dans, einsog orð í tvílýsi.
Ástráður Eysteinsson
Játningar minningasafnara
Þorsteinn frá Hamri: Það talar í trjánum.
Iðunn 1995
Titill nýrrar ljóðabókar Þorsteins frá
Hamri, Það talar í trjánum, er sóttur í
ljóðið „Útskúfun“ seint í bóldnni (57).
Þetta er áleitið ljóð, minnisstætt, mynd-
TMM 1996:2
125