Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 130
dregur / iðu og elfarstreng“ (21), þráir
hann að verða heill á ný. Dauðanum
verður gamall strokudrengur að mæta
heill maður. Og aftur verður lesanda
hugsað til Péturs Gauts.
Nátengdar þessu hálfa lífi í nútíman-
um eru minningarnar. Fyrst gerast at-
vikin, á eftir koma orðin og umskapa
veruleikann í skáldskap, eins og lýst er í
„Strokudreng V“ (25):
Ekki fyrr en úr fjarlægð
sástu, og langt um seinan,
hve skært stjörnurnar skinu,
heitar, undrandi
yfir því broti úr stund.
Mörg áhrifamestu ljóðin í bókinni eru
minningaljóð. Fortíðin sækir að, og
myndir hennar, ilmur og tónar vekja
ekki alltaf þægilegar kenndir. Sá sem tal-
ar er fangi á eyju í tímanum, íðilgrænni,
„með troðningum, bröttum og tæpum“
í „Minningu" (41), að vísu án íjötra en
þó er leikhjúpur æskunnar „orðinn að
spennitreyju“. Dularfullt og sakbitið er
ljóðið „Það sem ekki varð“ (42) — en „er
í veðrinu síðan / og gefur löngum / lífs-
mark sitt í skyn!“ 1 „Mannfundum"
reikar hann vegvilltur við „nið, sem af
harmi“ (43). Minningareitir hans eru
sölnaðir af vanrækslu í „Afþreyingar-
sögum frá 1892“ (44), og í „Hjarni“ er
ort um menn og fjöll sem „bera í giljum
og leynum / harðfennisdíla / sem aldrei
tekur upp“, vegna þess hvað þeir bregð-
ast nauðugt við birtunni (50),
— líkt og vonin
sé tryggari böndum bundin
við ótiltekna, skærari
eldri sól.
Huggunin er ástin. Hún er líka í fortíð-
inni en ekki týnd, vegna þess að henni
var forðað á skóga, eins og segir í „Sögu-
ljóði“ (48), undan höfðingja gleymsk-
unnar, tímanum. Myndhverfingin er
undurfalleg:
Og þegar dægrin:
sendimenn jarls, hafa sviðið
hvert rjóður, hvem runn
ber ilm hennar yfir
til efstu stunda.
Þegar hingað er komið verður senni-
legt að það séu einmitt minningarnar
sem tala í trjánum í ljóðinu sem geymir
titil bókarinnar og gert var að umtals-
efni hér í upphafi.
Án tvíveðrungs
I fýrsta ljóði bókarinnar biður skáldið
þess við skógaraltarið, að það megi orða
hugsun sína skýrt:
að allar sífellur og samfellur
í tilhaldssemi orðs og æðis
léttu sér upp af lund minni —
já, jafnt hin ábúðarfulla launung
sem allir sýndarhimnarnir ...
Ekki þarf vanur ljóðalesandi oft að fletta
upp í orðabók við lesturinn, og ekki
verður Þorsteinn sakaður um tilgerð í
stíl, þó að bregði fyrir hátíðlegri fleirtölu
í stöku ljóði. Hann talar við hlustanda
sinn í alvarlegum en þægilegum
rabbtón. En ekki er þar með sagt að
ljóðin séu opnar, ljósar staðhæfingar,
eins og öldin krefst að mati skáldsins, og
nái beint til lesanda. Og skáldinu finnst
kannski hlægileg von að honum, berg-
þursinum, takist það, því í næstu línu
upphafsljóðsins segir hæðnislega: „Ó,
taktbundna yfirskin!“ Ljóð sín fléttar
Þorsteinn eins og í fýrri bókum sínum
úr vísunum í skáldskap, sögu og bók-
menntir allra alda, auk þess sem hann
notar eigin tákn, og enginn utanaðkom-
andi getur ímyndað sér að hann komist
til botns í merkingu þeirra.
128
TMM 1996:2