Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 57
elodi“ eins og þekkt er frá Webern. Verkið er einn allsherjar hugmyndafleyg-
ur; það líður fram í víddum alheimsins. Sem hljóðfæri notar höfundur m.a.
kristalsglös sem leikið er á með boga og einnig er leikið á symbal og xylófón
með boga. Við það nýtir hann hið háa tíðnissvið sem ekki næst með
hefðbundnum leik á hljóðfærin.
Að loknu þessu verki hefst fjögurra ára hvíldartímabil frá tónsmíðum.
Sem vísindamaður og tónskáld var ástæða til að staldra aðeins við, líta um
öxl og meta stöðuna. Þessi faglega endurskoðun fór fram með lestri bóka og
upprifjun á ýmsum tæknilegum atriðum sem höfðu verið viðfangsefni
undangenginna ára.
Þorsteinn hætti sér að nýju út á tónsmíðabrautina árið 1987 með verkinu
Tokkata fyrir gítar, sem hann samdi fyrir hinn virta gítarleikara Josef Ka-
Cheung Fung, en hann hefur leikið þetta verk víða, bæði í Evrópu, Kína og
síðast vorið 1994 í Tokyo — einnig hefur Arnaldur Arnarson flutt verkið
mjög víða; í New York og Suður-Ameríku og einnig nýlega á íslandi. Til
gamans má geta þess að verkið fékk á sig innflutningsbann Sameinuðu
þjóðanna, þ.e. verkið var pantað til flutnings í Serbíu í miðju stríðinu, en
vegna banns Sameinuðu þjóðanna þorði höfundur ekki að fara og vera
viðstaddur flutninginn. Hér er um að ræða þrælerfitt verk sem bauð upp á
ýmsar nýjungar á þeim tíma. Þannig er, að Þorsteinn var ansi lipur rafmagns-
gítarleikari á árum áður þegar hann lék með hljómsveitinni Tatarar. Þor-
steinn var hljómborðsleikari hljómsveitarinnar, en færri vita að hann var
aðal Jimmy Hendrix gítarleikari á íslandi á fyrri árum. Á efnisskrá hljóm-
sveitarinnar voru mörg Hendrix-lög og þegar kom að því að leika hina erfiðu
sóló kafla þá stökk Þorsteinn af Hammondinum yfir á gítarinn og þeytti
sólóunum yfir tárvotar yngismeyjarnar. Er ekki laust við að finna megi
einhver Hendrix-áhrif í þessu verki og eru þau meðal nýjunga sem koma þar
fyrir í klassískum gítarleik — eitthvað sem menn kölluðu á árum áður „röff
trix“.
Eftir heimkomuna frá Stanford árið 1987 bauðst Þorsteini að koma til
Aþenu í Grikklandi og semja raftónverk í stúdíói þarlendra. Þorsteinn þáði
boðið en brátt kom í ljós að tæki þeirra voru — vægast sagt — ákaflega
gamaldags og því augljóst að ekki var hægt að semja sannfærandi verk þar á
staðnum.
Hvað var til ráða? í einu herbergi þessa tónlistarvers rakst Þorsteinn á fullt
af segulbandsspólum. Þannig var að forstöðumaður stofnunarinnar var með
upptökudellu — nánast allt hans fjölskyldulíf hafði verið hljóðritað. En þessi
della hafði fleiri víddir. Þarna voru samankomnar á einum stað upptökur,
stærsta safn sinnar tegundar í heiminum af grískri þjóðlagatónlist. Það voru
upptökur af munkasöng í Norður - Grikklandi, upptökur af einstökum
TMM 1996:2
55