Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 16
þýðir það að á vissan hátt er ég alltaf byrjandi. Og það er bæði fötlun og náð. Þú kemur ferskur að hlutnum, en um leið kanntu ekki að gera þetta af því að þú hefur aldrei gert það áður. Með hverju nýju prósaverki þarf ég að kenna sjálfri mér að gera nýja hluti. Ég hef ekki fýrirmyndir að Tímaþjófinum og Síðasta orðinu, og alls ekki að Hjartastað, þar sem formið er vegur og kaflaskiptin eru þegar þú ert kominn á Kambabrún eða Klaustur. Þetta væri náttúrulega miklu þægilegra ef maður skrifaði alltaf bækur af svipaðri lengd og þær væru allar svipað uppbyggðar. Formið er þér þá mjög mikilvœgt. Dregur formið dám af efninu og efnið af forminu? Mig vantar nýtt form fyrir hvert efni sem ég fæst við. Þá duga mér ekki nákvæmlega þau form sem hafa verið fundin upp hingaðtil, en auðvitað er þetta alltsaman tilbrigði við stef. Ég veit ekki hversu róttækt þetta er hjá mér og mér kemur það ekki beint við. Nú notar þú íslenskuna á mjög óhefðbundinn hátt, hikar ekki við að nota slangur og íslenska slettur og setja saman orð á óvæntan hátt. Um leið talarðu og skrifarðu óumdeilanlega góða íslensku. í Tímaþjófinum er hvað róttœkust tungumálsnotkun þar sem þú brýtur niður bilið milli prósa og Ijóðs; eru þessi umbrot afleiðing eða orsök? Eða er þetta alltsaman spurningin um að sneiða hjá sagði hann, sagði hún? Tungumálið er eitt af þeim umræðuefnum sem ég á erfítt með að festa tungu á — það er svo inngróið í höfund hvernig hann beitir málinu. Samt er það á því sviði sem einna mest er hægt að læra, með því að lesa, allt mögulegt, þar á meðal orðabækur, og með því að hlusta, bæði á raddir og málfar annarra, og á sína eigin innri rödd. Ég held ég sé á ólíkum sviðum með tungumálið í ljóðunum mínum og prósanum og kannski er þá Tímaþjófur- inn tilraun til að fá þær raddir til að hljóma saman. Ef ég skoða þetta utanfrá held ég að það gæti verið svolítil uppreisn í því hvernig ég nota málið, en það að skrifa yfirleitt er sjálfsagt uppreisn, ég tala nú ekki um hjá kvenmanni á íslandi, á þeim tíma sem ég hófst handa. En kannski er þetta miklu einfaldara en svo, mér finnst settlegur texti í skáldskap algjörlega hjáróma. Tungumálið er líka nokkuð sem þú notar á markvissan hátt, til dœmis eins og í titlunumá Tímaþjófinum ogHjartastað þarsem þessi orð taka á sigbreiðari skírskotun en í daglegu tali. 14 TMM 1996:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.