Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 54
de Recherche et de Coordination Acoustique — Musique, þ.e. IRCAM, og var
hún hluti Pompidou safnsins/menningarmiðstöðvarinnar. Þar myndu starfa
fremstu tónskáld veraldar, í styttri eða lengri tíma, sem létu sig varða nýjar
aðferðir við tónsmíðar.
Það voru miklir umbrotatímar í veröld tækninnar, tölvur voru að ná
yfirhöndinni og gataspjöldin smám saman að hverfa. Tölvuskjárinn var
orðinn tengiliðurinn milli augans og tækninnar. Við IRCAM hafði verið
byggð risastór tölva sem fyllti heilan sal, og við hana voru tengdir skjáir um
alla bygginguna. Við þetta ferlíki var svo tengdur heilmikill hljóðmekanismi
sem notaður var í tengslum við rannsóknir og tónsmíðar — allt það nýjasta
sem til var í heiminum á þeim tíma.
Þorsteinn við störf í IRCAM
Árið 1978 birtist heilmikil grein í Newsweek þar sem segir frá þessari nýju
stofnun í París. Þorsteinn varð íyrir eins konar uppljómun — þangað þarf
ég að fara! Hann skrifaði bréf til IRCAM og sendi með því hljómsveitarverkið
sitt, Drengurinn og glerfiðlan. I framhaldi af því bauð IRCAM stofnunin
Þorstein velkominn til starfa. Þar dvaldi hann við rannsóknir og tónsmíðar
næstu tvö árin, m.a. sem aðstoðarmaður Max Matthews, eins af frumkvöðl-
um tölvutónlistarinnar.
Meðal deilda stofnunarinnar var svokölluð þvervísindaleg deild, eða ská-
striksdeild, sem tengdist öllum öðrum deildum hennar. Það var einmitt við
þessa deild sem Þorsteinn starfaði í 2 ár. Yfirmaður hennar var Gérald
Bennett, en hann varð síðar yfirmaður Svissneska þjóðartölvustúdíósins.
Eins og sagði hér að framan, var í byggingu IRCAM fjöldinn allur af
tölvuskjám, ekki bara skjáir sem birtu texta, heldur gátu einnig verið myndir
á þeim — grafískir skjáir, sem öllum þykir sjálfsagt að hafa í dag. Þeir voru
stórir og hávaðasamir og alls ólíkir þeim sem við þekkjum nú en þóttu á
þeim tíma mikil nýjung. Við þessar aðstæður samdi Þorsteinn tölvuverk op. 1
sem heitir Tvær Etýður og er byggt á stýrðri yfirtónauppbyggingu — stund-
um kallað spectral tónlist. Verkið er samið m.a. til að sýna fram á hvernig
semja mætti verk út frá pressuðum eða strekktum yfirtónum, en það var
einmitt það sem rannsóknir hans við stofnunina byggðu á. Þessar tvær
etýður eru algjörar andstæður þó svo tæknin við samningu þeirra sé ekki
ólík. Um er að ræða verk sem í orðsins fyllstu merkingu eru byggð frá grunni.
Hvað á ég við með því? — Jú, hvert einasta hljóð er byggt á sínusbylgjum
sem tónskáldið býr til og er yfirtónum síðan hlaðið upp á grunntóninn eítir
þeim aðferðum sem fólust í niðurstöðum rannsóknanna — sem eru til
skilgreindar í stuttri, en skýrt framsettri ritgerð eftir tónskáldið.
52
TMM 1996:2