Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 116
sér að þau verk sem verður að telja miður heppnuð þola ekki slíka rýni. Þau vekja enga umræðu og enga umhugsun, jafnvel þó að höfundurinn hafi ætlað sér að vekja lesendur með verki sínu og falið alls kyns hugmyndavaka hingað og þangað í textanum. Viljinn er því miður ekki það eina sem þarf til að skapa vel heppnað skáldverk, hvað þá að menn sjái sjálfír hvað þeir ætluðu að segja ef það er öðrum lesendum algjörlega hulið. Þannig er verkefhi rýnisins að halda uppi gáfulegum samræðum í skrifum sínum og sýna lesendum sínum fram á að hann hafi skilið eitthvað í því verki sem hann er að fjalla um. Það er óviðunandi að lofa bara verk eða lasta ef skilninginn og skynsamleg viðbrögð við erindi þess skortir. Það er líka óviðunandi að segja bara að sér leiðist óskaplega yfir einhverju verki og láta það duga sem marktæka um- fjöllun um bók. „Mér finnsf1 er óáhugavert Til þess að taka ákveðið dæmi finnst mér rétt að nefha einhvern jafnheimsku- legasta dóm sem hefur birst í íslensku blaði undanfarin ár til að varpa ljósi á þessa síðastnefndu aðferð við bókmenntarýni; „mér leiðist rýni“ sem má nefna svo. Aðalleikhúsfræðingur og krítíker á stærsta og víðlesnasta blaði landsins, Súsanna Svavarsdóttir, tók sér fyrir hendur árið 1992 að lesa og skrifa um þýðingu Steinunnar Sigurðardóttur á Svarta prinsinum eftir einn helsta núlifandi höfund Englendinga, Irisi Murdoch, en Murdoch er löngu þekkt fyrir heimspekilegar skáldsögur sem mörgum þykir að eigi brýnt erindi við nútímann. Út úr þessum lestri kom stutt grein í Morgunblaðinu undir yfirskriftinni: „Ófyndinn farsi.“ Þar kvartar gagnrýnandinn sárlega og talar um: „endalausar vangaveltur um hvað er ást og svo koma líf og dauði og tengsl þeirra við skáldskapinn og listina. Sagan er ægilega heimspekileg, eitt vitsmunaflæði og skilgreiningaþrugl inni í mjög hægfara atburðarás...“ Síðar er hnykkt á hinni hægu atburðarás: „En, eins og ég segi, þá er atburða- rásin ákaflega hæg, atriðin sem fela í sér samskipti persónanna langdregin, vangavelturnar um bókmenntir, listina, ástina og svo framvegis langar og margorðar og mér finnst þetta einhver jafnleiðinlegasta bók sem ég hef lesið.“ Að vísu verður umkvörtunin um hæga atburðarás nokkuð undarleg í ljósi þess að skömmu síðar er lýst líkindum hinna flóknu samskipta persóna bókarinnar við farsa eftir Dario Fo þar sem „alltaf [er] eitthvað að koma uppá“. I lokaorðum sínum afhjúpar svo krítikerinn algjöra erindisleysu sína við bókmenntaverk með því að skrifa: „Yfir þrjú hundruð síður með smáu letri er miklu meira en nóg af því góða. Ég las einhvers staðar að Svarti prinsinn þætti besta bók Iris Murdoch. Mér er spurn: hvernig er þá restin? 114 TMM 1996:2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.