Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Blaðsíða 61
Þorsteinn það hlutverk að semja fyrir sópran og selló. Dró hann þá á ný fram
ljóðið eftir Prudentius og samnefht tónverk varð til.
Þegar í fæðingu verksins, sem í upphafi var aðeins 10 mínútna langt, lenti
Þorsteinn í ákveðnum vandræðum með sjálfan sig sem tónskáld. Hann er
fýrst og fremst nútímahöfundur en gamlir draugar sóttu á hann frá fortíð-
inni og var það helst renessance og barrokk tónlist sem fór að klingja. Reyndi
hann að forðast þessa drauga en það tókst ekki, og svo ekki fyrr en 5 dögum
fyrir skiladag hófst vinnan við verkið. Hver sem nú þessi draugur var, þá fékk
hann að streyma í gegn og vera með, en var þó færður í nýrri föt. Signý
Sæmundsdóttir sópransöngkona og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari frum-
fluttu verkið. Hefur verkið verið flutt í þessari mynd í einum 15 útvarps-
stöðvum úti í Evrópu og hafa Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Marta
Halldórsdóttir sópransöngkona hljóðritað verkið á geisladisk. Þar sem ljóðið
er geysilangt velur tónskáldið aðeins ákveðna kafla, þar sem aðalatriðin
koma fram í magnaðri baráttu um mannssálina. Hlutar verksins eru hreinir
hljóðfærakaflar og má þar til nefha kaflann Ever - changing Waves sem
minnst var á að framan. Titillinn á þessum kafla stendur fýrir þá hugmynd sem
liggur að baki samningu kaflans — hin síbreytilega bylgja í bæði náttúru og lífi
— það er svo margt í tilverunni sem hefur einskonar lögmál sem líkja má við
bylgjur — eða öldur. Allar stærri hreyfingar verða sýnilegar af stórum öldum
— einskonar þrepum sem byggð eru á undirþrepum — sem þróast að ákveðn-
um lokapunkti—aldan brotnar og ný myndast. Þessar öldur fá síðan sína orku
úr „undiröldum" sem eru með tU að mynda heUdina — því þessi titUl.
Verkið hefur verið flutt nokkrum sinnum og má segja að ffam fari
getnaður við hvern flutning. Frumur verksins fara að fjölga sér í höndum
tónskáldsins og það sem í fyrstu átti að vera lítið verk fyrir lokaprófsnema
Tónlistarháskóla Norðurlanda hefur gerjast í huga tónskáldsins, í fyrstu sem
10 mínútna verk fýrir sópran og selló, og nú sem óratoría — um 55 mínútna
löng í flutningi. Verkið er í örri þróun og vex þrívíddarform verksins stöðugt.
Var einskonar mini-lúxusútgáfa af verkinu flutt á Skálholtshátíð síðastliðið
sumar þar sem höfundur var staðartónskáld. Verður gaman að fá að fylgjast
með verkinu þróast í nánustu framtíð.
Eins og fram kemur af þessu yfirliti, hefur Þorsteinn dvalið langdvölum í
útlöndum við nám og starf — eins og mörg önnur tónskáld íslensk. Hann
hefur ekki samið mörg verk, en í staðinn mjög djúpt hugsuð — og kannski
að sumra mati — flókin verk. Þau eru kannski flókin í úrvinnslu, þ.e. sköpun
og úrvinnsla hljóðefna í elektrónísku verkunum hefur krafist mikillar þekk-
ingar um eðli hljóðsins frá hendi tónskáldsins. En það gerir það ekki að
verkum að verkin séu ekki áheyrileg og hljómi vel, þvert á móti. Það er
einmitt þess vegna sem þau hljóma vel.
TMM 1996:2
59