Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 61

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 61
Þorsteinn það hlutverk að semja fyrir sópran og selló. Dró hann þá á ný fram ljóðið eftir Prudentius og samnefht tónverk varð til. Þegar í fæðingu verksins, sem í upphafi var aðeins 10 mínútna langt, lenti Þorsteinn í ákveðnum vandræðum með sjálfan sig sem tónskáld. Hann er fýrst og fremst nútímahöfundur en gamlir draugar sóttu á hann frá fortíð- inni og var það helst renessance og barrokk tónlist sem fór að klingja. Reyndi hann að forðast þessa drauga en það tókst ekki, og svo ekki fyrr en 5 dögum fyrir skiladag hófst vinnan við verkið. Hver sem nú þessi draugur var, þá fékk hann að streyma í gegn og vera með, en var þó færður í nýrri föt. Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari frum- fluttu verkið. Hefur verkið verið flutt í þessari mynd í einum 15 útvarps- stöðvum úti í Evrópu og hafa Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Marta Halldórsdóttir sópransöngkona hljóðritað verkið á geisladisk. Þar sem ljóðið er geysilangt velur tónskáldið aðeins ákveðna kafla, þar sem aðalatriðin koma fram í magnaðri baráttu um mannssálina. Hlutar verksins eru hreinir hljóðfærakaflar og má þar til nefha kaflann Ever - changing Waves sem minnst var á að framan. Titillinn á þessum kafla stendur fýrir þá hugmynd sem liggur að baki samningu kaflans — hin síbreytilega bylgja í bæði náttúru og lífi — það er svo margt í tilverunni sem hefur einskonar lögmál sem líkja má við bylgjur — eða öldur. Allar stærri hreyfingar verða sýnilegar af stórum öldum — einskonar þrepum sem byggð eru á undirþrepum — sem þróast að ákveðn- um lokapunkti—aldan brotnar og ný myndast. Þessar öldur fá síðan sína orku úr „undiröldum" sem eru með tU að mynda heUdina — því þessi titUl. Verkið hefur verið flutt nokkrum sinnum og má segja að ffam fari getnaður við hvern flutning. Frumur verksins fara að fjölga sér í höndum tónskáldsins og það sem í fyrstu átti að vera lítið verk fyrir lokaprófsnema Tónlistarháskóla Norðurlanda hefur gerjast í huga tónskáldsins, í fyrstu sem 10 mínútna verk fýrir sópran og selló, og nú sem óratoría — um 55 mínútna löng í flutningi. Verkið er í örri þróun og vex þrívíddarform verksins stöðugt. Var einskonar mini-lúxusútgáfa af verkinu flutt á Skálholtshátíð síðastliðið sumar þar sem höfundur var staðartónskáld. Verður gaman að fá að fylgjast með verkinu þróast í nánustu framtíð. Eins og fram kemur af þessu yfirliti, hefur Þorsteinn dvalið langdvölum í útlöndum við nám og starf — eins og mörg önnur tónskáld íslensk. Hann hefur ekki samið mörg verk, en í staðinn mjög djúpt hugsuð — og kannski að sumra mati — flókin verk. Þau eru kannski flókin í úrvinnslu, þ.e. sköpun og úrvinnsla hljóðefna í elektrónísku verkunum hefur krafist mikillar þekk- ingar um eðli hljóðsins frá hendi tónskáldsins. En það gerir það ekki að verkum að verkin séu ekki áheyrileg og hljómi vel, þvert á móti. Það er einmitt þess vegna sem þau hljóma vel. TMM 1996:2 59
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.