Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 14
yfir 30 staði bæði innanlands og utan sem ég hef verið á, til að fá vinnufrið og andrými. Stóra formið á bókinni er vegur sem hlykkjast áfram. Það að semja þessa bók var líka ferðalag. Ég skipulagði bókina líkt og maður skipuleggur ferð; ég ætla frá Reykjavík austur á firði og ég veit nokkurnveginn hvar ég ætla að stoppa en ég veit ekki upp á hár hvað kemur fyrir mig á hverjum stað. Hjartastaður erþá einskonar ‘road-movie’ bók í tvennum skilningi, þú skrifar hana á mörgum stöðum, 'on the road’ má segja ogsvo segir húnfráferð á vegum úti. Ástin fiskanna hefur líkaþaðferli, vegurinn er mikilvœgur, það er vegurinn norður sem Samanta og Hans fara ogsem bókin endar á. Stóð Ástin fiskanna í hugarfarslegum tengslum við nýju bókina? Ég veit það ekki vel. . . þetta er augljóst sem þú ert að segja, en mér hefur aldrei dottið það í hug. Stundum kemur höfundurinn ekki auga á augljósa hluti af þessu tagi. Burtséð ffá þessu má segja að Samanta og Harpa Eir séu um það bil eins ólíkar og tvær konur geta verið. Öll þeirra sitúasjón er gerólík. Þær eru ólíkar manneskjur nema að því leyti að þær finna báðar til og hafa báðar verið ástfangnar. Fólk verður að vera ástfangið í bókum. Ef ekkert er fyndið og enginn ástfanginn þá bara gengur þetta ekki. Svo þú hugsaðir Ástina fiskanna sem eitthvað gerólíkt við stóra prójektið? Sem einhverskonar frelsun fyrir mig út úr þessu langa hryllilega prójekti, svigrúm og nýja vídd. Það er líka lúksus að skrifa sögu um eitthvað eitt. Ástin fiskanna fjallar aðallega um eitt mál. Það sama má í raun segja um Tímaþjóf- inn. En Hjartastaður er margar sögur. Ég er kannski í einhverjum skrýtnum leik milli forma sem ég átta mig minnst á sjálf. Það hefur eitthvað með frelsið að gera að fara úr einu formi í annað, eins og að fara úr stuttu skáldsögunni yfir í þá löngu og flóknu. Ég held líka að ég endurnýji mig á því að fara úr einu formi í annað. Það eru einhverjir þroskamöguleikar í því fyrirkomulagi. í Hjartastað get ég látið gamminn geysa. Það er stórkostlegt en það er líka leiðinlegt. Það er eins og ég sé að brjótast um í einhverri spennitreyju, að mér finnist formið setja mér takmörk og ég reyni að olnboga mig einhvernveginn út úr þeim. Stundum gerir maður það best með því að halda sig inni í einhverju smágerðu eins og Ástinni fiskanna. Það er stundum mesta frelsið í stífustu spennutreyjunni. 12 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.