Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 30

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Qupperneq 30
þeir tilheyra — eða tilheyra ekki: en jaíhframt efahyggja í þeim skilningi að viðteknar hugmyndir og form nægðu anda þeirra ekki til viðurværis. Þá rétt einsog nú, var kirkjan varla það ljós sem hún hélt sig vera og vildi vera. En burtséð frá öllum stofnunum voru höfundar Biblíunnar (sér í lagi Páll postuli), Hallgrímur Pétursson og Jón Vídalín hans menn, í bland við Snorra Sturluson og Þórberg Þórðarson. Hann vísar aftur og aftur til Hallgríms máli sínu til stuðnings og tengir af hugviti og hnyttni við samtímann, enda veit hann sem er að góður skáldskapur fellir aldrei lauf sitt, þó þjóðfélagshættir og skoðanir breytist. Þetta er grundvallarstaðreynd sem fulloft er horft framhjá, og þessvegna liggja svo margar góðar bækur lítt lesnar eða ekki. Einsog einhver sagði: það eru ekki til gamlar bækur og nýjar, bara góðar bækur og slæmar. Af því Þórbergur var tilgreindur hér áðan, er tímabært að líta í svip á hann og Skúla hlið við hlið, því þeir eiga heilmargt sameiginlegt. Stílblær þeirra og málkennd eiga sér áþekkar rætur, þó margt sé ólíkt í framsetningu, og húmorinn er skyldur. Stundum kaldranalegur hið ytra og dálítið markaður hálfduldum biturleika, en hlýr undir niðri, og báðir eru þeir alvörumenn þegar til kastanna kernur: þjóðfélagsrýnendur og skáld í alfrjálsu formi „esseyjunnar“, jafnvel brot af spámönnum. En Skúli er þó öllu gerhugulli, varari um sig í tilverunni, ekki jaíh ginnkeyptur og Þórbergur fyrir þeim öflum sem segjast ætla að bjarga henni gömlu veröld og fleyta henni fram á við. Hann var að vísu talinn kommúnisti, en rakst aldrei jafh vel innan hugmyndakerfanna og Þórbergur gerði sér til skaða; var ævinlega einskonar óflokksbundinn framsóknarmaður öðrum þræði; þar kemur líka til vera hans í Samvinnuskólanum á ungdómsárum — og hann var eilíflega þakk- látur Jónasi frá Hriflu sem las yfir fyrir hann kvæði á þeim tíma og réði honum eindregið ffá því að gerast skáld í bundnu máli! í skrifum sínum, þeim sem tengjast stjórnmálum, getur hann einkennilega sjaldan stillt sig um að skopast góðlátlega að félögum sínum í „trúnni“ — þar birtist hans sterka efahyggja í annarri mynd; hann gengur á svig við kreddur og kenn- ingar hvernig sem þær birtast. Vinstri maður var hann nú samt, samhliða „framsóknarmanninum“ — en maður fyrst og fremst. Ég er ekki viss um að hann hafi í raun hugsað svo miJdð til hægri og vinstri, fremur en upp og niður, fram og aftur. Hann var á margan hátt einsog Sigurður Nordal sagði um Sókrates gamla, frjálslyndur og íhaldssamur í senn. í honum blandaðist á sérkennilegan hátt framfarasinninn og hinn fastheldni íslenski bóndi. Þetta hlýtur að hafa valdið honum sálartogstreitu með köflum, og stundum minnir hann að þessu leyti á stórskáldið rússneska Leo Tolstoj, nema Tolstoj varð aldrei í raun og sannleika bóndi, hann bara langaði til að verða það, og sú löngun varð á endanum svo knýjandi að hún stappaði nærri geggjun og 28 TMM 1996:2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.