Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 28
á hjara veraldar; hann tók upp á því að fá sér ritvél, ferðaritvél af Olivetti gerð. Hann lærði lykla- setninguna, og hóf að skrifa eftir að hafa dregið tjöldin fyrir glugg- ann, því enn sá hann skil dags og nætur og skíman truflaði hann við skriftirnar — enda nægði honum birta rísandi hugarsólar. Við þessar aðstæður, eða öllu heldur aðstöðuleysi, skrifaði hann framúrskarandi bækur, sem alls urðu sex talsins. Saman mynda þessar bækur heild, lífs- sýn og heimssýn manns og ævi- sögu um leið, og þó ekki ævisögu eins, því það er líkt með hann og Svarta Elg, töfralækni Síúxa frá síðustu öld: hann segir sína sögu af því hún er um leið saga annarra, saga þjóðar. Skúli var hlédrægur maður að eðlisfari, og hefði líklega ekki gert nema glotta að „gleymskunni“, hann óttaðist hana ekki ffemur en landi Svarta Elgs, rithöfundurinn Sherwood Anderson sem sagðist beinlínis fagna henni. Auðvitað má deila um hvort hann hafi meint það fýllilega, en Skúla nægði að vita að hann var að vinna samkvæmt eðli sínu og hæfileikum. Það skín alls staðar í gegn að gleði hans við „verkið“ er mikilvæg. Og þó var honum gömul og rótgróin þýðing og siðfræði vinnunnar svo í blóð borin að hann átti erfitt með að telja skriffir vinnu. Honum fannst hæpið að tala um ritstörf. Þar sem hann fer orðum um skriftir sem vinnu, gætir hugsanlega nokkurra vonbrigða manns sem hefur borið í sér þrá til skrifta alla tíð en ekki getað sinnt henni til fulls vegna hversdagslegra anna, og loks hamlar blindan honum. Þess vegna varð hann að berjast við áleitna tilfmningu vanmegnis, og þegar hann hafði unnið bug á henni, tók hann að hamra á ritvélina. Lái honum hver sem vill þó honum þyki rithöfundar samtímans kannski nokkuð kröfuharðir um „aðstöðu“, „tíma“, „frelsi“ og annað sem talið er nauðsynlegt nú til að andinn láti á sér kræla. Skúli varð að vinna sér frelsi innra með sér, vinna bug á ómegninu í sjálfum sér, sigrast á sjálfum sér að því marki, og þannig rís hann upp — þó hann sitji við ritvélina — sterkur sem maður og rithöfundur, jafnvel enn sterkari en annars hefði orðið. Þegar Grettir hafði tekist á við Glám hætti hann að vaxa að styrk, en hér er 26 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.