Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 32
hretviðri dynja á öllum að einhverju marki, líka þar sem veðursælast er. Reyndar kom í útvarpi í íyrra að veður í Hrútafirði væru að breytast, þar væru hretviðri að færast í aukana! Hinsvegar er Skúli engum veðrum háður lengur... Tengsl hans við jörðina voru sterk, og sömuleiðis „hangir leyniþráður“ milli hans og húsdýranna, það er auðfundið í bókunum, og aftur minnir hann á Þorgils gjallanda í því tilliti, báðir undranæmir þegar að ferfætlingum kemur. Báðir svolítið vonsviknir með mannskepnuna í öðru, þó bjartsýnis- menn inn við beinið, og trúa á möguleika mannsins, en dýrka ekki manninn sjálfan, því þeir gera sér ljósa grein fýrir því að hann verður að lúta ósveigj- anlegum lögmálum einsog dýrin og á ekki að hreykja sér. í rauninni telst þetta hákristilegt hugarfar: eða svo öllu sé snúið við og sagt að þetta sé mun eldra en kristnin og „kristilega“ hugarfarið sé þá reyndar alheiðið! Það gæti látið nærri. Svipaða hluti má finna í kviðum Hómers, sem varð að láta sér nægja að horfa inn á við einsog Skúli, en þar sá hann líka alla hluti skýrar en aðrir. Það er sömuleiðis fjarri hugarheimi Skúla að skipta hlutunum með svarthvítu móti í gamalt og nýtt, öll veröldin liggur undir í tilveru hvers einstaklings frá því sögur hefjast eigi hann að þekkja sjálfan sig til fulls, og allur skáldskapur og heimspeki, hversu „gamalt“ sem það er, fæst við mann- lega hluti og mannlegt hlutskipti sem alltaf er í grundvallaratriðum með líku sniði þó ytri hættir taki stakkaskiptum. Tæknin breytir ekki manninum í einni svipan. Þetta vita allir í dag, þó þeir tali öðruvísi. Þórbergur talar um hættur þægindanna fyrir andann. Ef Skúli telst „íhaldssamur“ í einhverjum skilningi, þá er það helst — svo mótsagnakennt sem það er — með þeim hætti að hann metur andann umfram efnið og hefur áhyggjur af viðgangi hans á hrjóstrugum sléttum efnisheimsins, og óttast þann skaða sem pen- ingasjúkir valdsmenn stórþjóða geta valdið, til dæmis meðal lítilla þjóða einsog íslendinga. Þess vegna var hann eindreginn herstöðvarandstæðingur, og þar er þessi einkennilega þversögn: í augum Heimsins með stórum staf eru andstæðingar vígbúnaðar íhaldssamir! Og „Heimurinn“ hefur löngum verið ráðandi á íslandi rétt einsog annarsstaðar: andstæðingar hers og vígvéla hafa alltaf verið í minnihluta. Andlegu gildin eru alltaf svo sjaldgæf að þau jaðra við sérvisku að áliti almennings. Því það að vera móti hersetu í landi telst að sjálfsögðu til „andlegra gilda“. Og Skúli tók þátt í baráttunni fyrir sínum hugsjónum. Hann skrifaði hverja greinina af annarri gegn her í landi, deildi hart á kirkjunnar þjóna sem samkvæmt ævagömlum fyrirmælum áttu að vera varðveislumenn friðar og anda, en lutu heimsveldinu flestir þegar til kom, með fáum en sterkum undantekningum þó. Og listamenn brugðust svosem líka, klofnuðu í sinni afstöðu, margir seldu sál sína, en hinir hertust og styrktust. Einkennilegt er þó að flestir andstæðingar hersetu töldust til 30 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.