Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 12
hetjan mín, Harpa Eir, er ættuð austan af fjörðum í móðurætt. Þetta er hennar draumaland; þetta er sá staður í heiminum þar sem sálin í henni er eins og hún segir sjálf. Fjörðurinn hennar Hörpu er ekki nefndur á nafn, en það er fjörðurinn þar sem fransmennirnir voru og allar skúturnar, og sögurnar um þennan gamla ævintýratíma lifa í hennar kolli sem umtalsefni sem hún heyrir í æsku. Margt sem kemur fram í bókinni er nokkuð sem hún heyrði talað um þegar hún var lítil. Ég held að það sem við heyrum þegar við erum lítil skipti svo miklu máli, það er veganesti sem fylgir okkur alla tíð. Bakgrunnur verksins er Austfirðir, hvers vegna Austfirðir? Það er út af þessum framandleika, og ég á kannski einhverntíma eftir að skrifa meira um það. Mér finnst einkennilegt að hugsa mér nokkuð afskekkt íslenskt þorp og sveitabæi þar sem mörg hundruð útlendingar ganga ljósum logum, sumarlangt, áratugum og öldum saman. Auðvitað mynduðust ein- hverskonar tengsl þarna á milli. Þó að það sé sagt að blóðið hafi aðallega blandast hjá hundunum þá hlýtur eitthvað að hafa blandast fleira. Austfirðir eru fýrir mér framandi land í íslandi, og meiraðsegja eru margir Austfirð- ingar útlendingslegir. Það er öðruvísi veðurfar fýrir austan en annars staðar á Islandi og heitari dagar og þetta er líka elsti hlutinn af landinu jarðfræðilega og landnámsmennirnir komu þarna að. Mér hefur alltaf þótt Austurland ótrúlega heillandi svæði, með alla þessa steina og steintegundir og fuglalíf og fjörur og öll þessi heillandi hallandi fjöll. Hvernig er að skrifa bók um stað sem þú þekkir svona lítið? Vinkona mín gaf mér stað, hún er ættuð að austan og hún gaf mér bæinn sinn og sagði mér allt um þetta, m.a. hvernig það var að sigla austur þegar hún var að fara í sveitina. Ég skoðaði vídeómynd af dalnum hennar áður en ég komst þangað. Frændi hennar hafði vídeómælt þetta allt og svo spjallaði ég líka við pabba hennar og mömmu og við frænda hennar sem býr enn þarna á bænum. Þetta var náttúrulega yndislega skemmtileg vinna. Fítið af þessu er þó notað beint. Svo komst ég sjálf ekki austur fyrr en ég var komin nokkuð langt inn í bókina, og þá passaði ég að fara á sama árstíma og bókin gerist á, næstum upp á dag, bókin gerist 31. ágúst og 1. september. Ég hafði verið í París allt þetta sumar og ég elska París og allt það en ég var með heimþrá, og þegar ég loksins fór í þessa ferð eftir alla útiveruna, þá hitti ég á bestu daga sumarsins. Það hafði verið slæmt sumar fyrir austan en ég hitti á töfradaga. Ég heimsótti bæ vinkonu minnar og gekk aðeins í kring. Ég var bara tvo daga í ferðinni en fékk rosalega mikið efni fyrir augað og stemning- 10 TMM 1996:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.