Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Side 122
dæmis í ljóðinu „Lómurinn", þar sem fuglinn sá er staddur í bréfskutlu. Hann gægist út, og sjá: allt er með öðrum svip, „grasið er álútt“, veturinn vokir yfir „og ég sá grátt / bláum í augunum þínum.“ Ef til vill er kímnin að láta undan síga þegar horft er í þessi augu og í lokalín- unum er léttleikinn undarlega blandinn söknuði: Ég læt skutluna svífa burt Lómurinn úar í fjarska Þessi bréfaskutla er í rauninni ljóðið sjálíf og öðrum þræði ástarflaug eins og fleiri ljóð bókarinnar. Mörg og kannski flest verka Thors eru í senn existensíalísk og rómantísk að því leyti að ástin er í hvirfilpunkti tilverunnar jafnframt því sem stöðugt er innt effir getu og hæfi- leikum einstaklingsins til að lifa fullu tilfinningalífi, opna geð sitt og skynfæri fyrir heiminum og samferðafólki. Loka- ljóðið „Sértu“ er glæsileg lofgjörð um ástina, og hún stendur þannig uppi er bókina þrýtur sem verðugur andstæð- ingur dauðans. Hefur sá leikur þó off staðið tæpt, eins og í ljóðinu „Ró- meó ...“ þar sem Júlía stendur „bleik“ á svölum og hvíslar til ástmannsins sem þorir ekki að bæra á sér af ótta við að styggja burt sinn svarta skugga, „og hverfa inn í víti / með engan skugga." II í verkum Thors hefur áður verið vísað til þessara frægustu elskenda heimsbók- menntanna og í Tvílýsi fær „Júlía" verksins heimsókn inn um glugga sem minna kann á háttalag Rómeós, nema hvað þessi gestur elskar „bara sjálfan sig“ er hann sængar með konunni (s. 11) og skilur hana svo effir í logandi einsemd. 1 Tvílýsi er raunar annað þekkt ástarpar í fyrirrúmi: Dafnis og Klói. Sex númerað- ir og skáletraðir þættir í bókinni bera titilinn „Dafnis og Klói — Hjarðljóð“. Lesendur sem kannast við Söguna af Dafnis og Klói (sem út kom í íslenskri þýðingu Friðriks Þórðarsonar árið 1966) munu að vísu ekki finna hér bein- línis persónur þessarar grísku ástar- og hirðingjasögu, sem samin var fýrir um 1800 árum. Fremur er að hún myndi hljómbotn, sumpart írónískan, fyrir náttúrusýnina í verki Thors, þar sem ríkir tvílýsi í stað hinnar grísku heið- ríkju. Á það í senn við um ástir og alla skynjun á lífríki mannsins. Þess ber þó líklega að geta að það jafnvægi sem ein- kennir líf Dafnis og Klói í faðmi sveitar og endurómar jafnt í fegurð hennar sem hljóðfæraleik hans — verkið er ein helsta fyrirmynd þess sem við köllum sveitasælu — byggir á borgaralegri draumsýn þeirra tíma sem og nokkurri útvötnun á launhelgum Díonýsosar, guðs erótíkur og unaðssemda. Borgara- leg draumsýn okkar tíma byggir enn að ýmsu leyti á þessum grunni þótt á hann hafi verið hlaðið ýmsum efhislegum gildum nútímans, sem mörg hver hafa lokað augum mannsins fýrir því að hann þarf að lifa í samneyti við náttúr- una. Þegar Thor leitar í díonýsískar launhelgar — og það gerir hann iðulega í verkum sínum — þarf hann því að ryðja frá þykkum menningarsetlögum. Samtímis þarf hann að takast á við ragnarök, hnignunarskeið eða tvílýsi guðanna, svo vísað sé enn í Wagner. Þau ljósaskipti hljóta að einkenna sérhverja upphafningu þess mannsanda sem ekki getur reitt sig á annað en veraldlega til- veru — þar sem Pan, Eros, Díonýsos verða að búa í manninum sjálfum. Getur sú tilvera orðið náttúru-laus í borgunum? Má til vitnis um það benda á að menning samtímans speglar í æ ríkara mæli líf sem lifað virðist að öllu leyti innan borgarmarka? Raunin er sú 120 TMM 1996:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.