Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1996, Page 51
teikningar af því hvernig söngvararnir skuli haga sér á sviðinu. Má til gamans nefna að í lok verksins rýkur bassinn út og skellir á eftir sér hurðum. Að loknu einleikaraprófmu gerðist Þorsteinn skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafsvík veturinn 1974-1975. Þó gafst í erli dagsins tími til að komponera eitt verk. Fékk það heitið Taija — sem er heiti án þýðingar. Verkið var flutt í Helsinki árið 1975 og er skrifað fyrir barnakór, kontraalt og dimma tréblás- ara. Það er í senn dramatískt, lýriskt, húmorískt og glaðlegt. Hljómmyndin byggir, eins og svo oft síðar í verkum Þorsteins, á tónölum hendingum sem lagðar eru í einskonar „akústískt" hreiður sem gefur aðalröddinni hverju sinni oft sérstakan „lit“. Einnig birtast í verkinu hinar öfgafullu andstæður milli hárra og djúpra hljóða; djúpar hljóðfæraraddir á móti björtum barna- röddum. Altröddin brúar svo bilið milli þessara heima. Fullur af íslensku sjávarlofti að loknu vel heppnuðu starfsári „undir jökli“, og reynslunni ríkari, tók hann stefnuna á Bandaríkin til frekara framhaldsnáms. Fyrir valinu varð, eins og hjá mörgum íslenskum tónlistarnemum í gegnum árin, University of Illinois. Fyrsta pöntun á tónverki til Þorsteins kom frá Ny Musikk í Noregi og var verkið skírt Mosaic, fýrir strengjakvartett og blásarakvintett (1975) en það er samið á fyrsta námsári Þorsteins við University of Illinois undir hand- leiðslu Edwin Lonon. Þær hugmyndir sem Þorsteinn kastar fram í þessu verki, serielar keðjur, klusterhljómar úr fjórum tónum, aleatorik og annað eru ekki ólíkar því sem heyra má í verkinu Ever Changing Wave, sem í dag er orðinn hluti óratoríunnar Psychomacia. Var Mosaic verkið frumflutt í Noregi og tekið síðar til flutnings á Norræn- um Músíkdögum í Svíþjóð árið 1978. Eru þessi nefndu verk meðal frum- smíða Þorsteins á tónsmíðabrautinni. Við nánari hlustun á þessi verk, má í dag heyra hversu snemma brautin var lögð í þeirri hljómmynd, tónsmíða- tækni og vinnsluaðferðum sem síðar áttu eftir að verða að leiðarljósi. Það leynir sér ekki að tónskáldið hefur ákveðinn stíl og tækni í tónsköpun sinni, sem þó er of flókin til að fara nánar út í hér. Framhaldsnám í Bandaríkjunum Sem áður sagði, lauk Þorsteinn einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1974. Eftir komuna til Bandaríkjanna hélt hann áfram píanónámi, en sem aukagrein (minor), en sem aðalgrein (major) valdi hann tónsmíðar. Við skólann var m.a. kennd tölvutónlist, inngangur að tölvufræð- um og allt í tengslum við uppbyggingu hljóðsins — sónólógíu. Aðstæður á þessum árum voru frekar erfiðar og vinnsluferill hægfara miðað við í dag. TMM 1996:2 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.