Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 10
Einar Sigurbjömsson
sviði. Um leið leitaðist hann við að afla sér frekari þekkingar á öðrum
sviðum kennimannlegrar guðfræði og gaf út rit og bæklinga til notkunar
við kennsluna bæði á sviði sálgæslu og helgisiðafræða. Var hann vel
virkur á fræðasviðum sínum og fékk á grundvelli þess hækkun í stöðu
dósents þann 1. nóvember 1981.
Árið 1985 lauk hann doktorsprófi í kirkjurétti frá lagadeild
Kölnarháskóla. Doktorsritgerð hans fjallar um sögu, mótun og
nútímamynd íslensks kirkjuréttar og nefnist Geschichte und
Gegenwartsgestalt des islandischen Kirchenrechts. Ritgerðin er mikið
verk, alls 412 s. og kom út hjá virtu bókaforlagi. Það var mikið afrek af
svo fullorðnum manni að ljúka doktorsprófi. Á grundvelli rannsóknar-
starfa sinna hlaut hann skipun í prófessorsembætti 1. júlí 1988.
Dr. Bjami hlaut lausn frá embætti fyrir aldurs sakir frá 15. september
1990, en deildin fór fram á það við hann að gegna kennslu áfram, þar til
búið væri að ganga frá ráðningu eftirmanns hans. Varð hann fúslega við
þeirri beiðni og hafði líka fullan hug á að sinna hugðarefnum sínum
áfram, þótt hann hefði látið af embætti og átti í smíðum ýmis verk. Hann
vann að samningu rits um kirkjurétt, en þörfin fyrir íslenskan kirkjurétt
er orðin mjög brýn. Þá átti hann í handriti rit um sögu messunnar á
íslandi. Ritið nefhist „Guðspialligt messu embætte“ en svo er messan
nefnd í fyrstu handbók á íslandi eftir siðbót. í ritinu lýsir Bjami þeim
breytingum sem urðu á helgihaldi við siðbót og hvemig áherslur siðbótar
koma fram í handbók Marteins biskups Einarssonar frá 1555. Gerir hann
grein fyrir messuforminu í þeirri handbók og rekur síðan sögu helgisiða
allt til vorra daga.
Annað rit, sem dr. Bjami átti í smíðum, fjallar um sögu íslensks sálma-
kveðskapar og nefnist „Sálmabók í fjórar aldir.“ Hafði hann hugsað þetta
rit sem minningarrit í tilefni af fjögurra alda útgáfu fyrstu íslensku
sálmabókarinnar, Hólabókar, 1589. I þessu riti gerir hann stutta grein
fyrir íslenskum sálmabókarútgáfum. Rekur hann allítarlega aðdragandann
að útgáfu Hólabókar 1589 og hvemig biskupamir Marteinn Einarsson,
Gísli Jónsson og Ólafur Hjaltason höfðu undirbúið þá útgáfu með verkum
sínum og sálmaútgáfum. Gerir hann ítarlega grein fyrir innihaldi fyrstu
sálmabókanna, lýsir efnisskipan og leitast við að greina frá höfundum
sálmanna og þýðendum. Hólabók lifði með nokkmm viðaukum og
breytingum allt til 1801. Lýsir Bjami vel aðdragandanum að útgáfu Alda-
mótabókarinnar eða Leirgerðar 1801 og gerir grein fyrir innihaldi
hennar og framhaldsútgáfum. Þá lýsir hann aðdragandanum að
sálmabókarútgáfunni 1886 og innihaldi þeirrar bókar. Ritið endar á
stuttri greinargerð fyrir sálmabókarútgáfunum 1945 og 1972.
Rit það, sem birtist hér, fjallar um sögu fermingarinnar á íslandi. Það
var fullbúið frá hans hendi og hafði hann samþykkt það til útgáfu í
Ritröðinni, áður en hann lést.
Dr. Bjami lagði mikla alúð við kennslu sína og var samning þessara
rita liður í að auðvelda stúdentum námið og samdi hann raunar í sama
skyni ýmsa ritlinga eða stuttar ritgerðir. Haxm var samviskusamur maður
8