Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 11
In memoriam
og mátti ekki vamm sitt vita. Síðustu skyldu sinni lauk hann helsjúkur
aðeins rúmri viku, áður en hann dó.
Dr. Bjami Sigurðsson var mikill íslenskumaður. Hann þekkti tungu
sína vel og var einkar lagið að tjá sig bæði í ræðu og riti. Hann var mjög
orðheppinn og afar góður ræðumaður. Sem kennari í prédikun lagði hann
mikla rækt við að glæða tilfinningu stúdenta fyrir íslenskri tungu,
sérkennum hennar, hrynjandi, orðaforða og orðtökum og líka fyrir
sérkennum helgimálsins eða tungutaks kirkjunnar í aldanna rás. í þessu
starfi vann hann þarft og gott verk á tímum, þegar íslensk timga á í vök
að verjast.
Eftir að hann tók við störfum innan háskólans, starfaði hann í
námsnefnd guðfræðideildar að mótun náms í kennimannlegri guðfræði.
Árið 1988 var ákveðið að setja á laggimar sérstaka sáttanefnd innan há-
skólans og má skjóta til hennar málum er varða ágreining milli stúdenta
og kennara. Dr. Bjami var skipaður formaður þessarar nefndar og
mótaði hann starf hennar og starfsaðferðir.
Dr. Bjami Sigurðsson kvæntist árið 1950 og gekk að eiga Aðalbjörgu
Sigríði Guðmundsdóttur, sem lifir maim sinn. Þau eignuðust 5 böm og
em þrjú þeirra á lífi. Missir sonanna tveggja var þung raun honum og
fjölskyldu hans.
Dr. Bjami Sigurðsson skilur eftir sig tómarúm. F.h. guðfræðideildar
Háskóla íslands þakka ég störf hans fyrir deildina og bið ekkju hans og
bömum hennar huggunar og styrks sorg þeirra. Guðfræðideild Háskóla
íslands kveður dr. Bjama Sigurðsson í þökk og minnist hans með
virðingu.
Summary
This is a memorial article about Dr. Bjami Sigurðsson (1920-1991),
Professor of Theology at the University of Iceland. Bjami Sigurðsson
took a professional degree in law at the University of Iceland in 1949,
and a professional degree in theology from the same university in 1954.
He worked as a parish priest from 1954 until 1976 when he was
appointed Assistant Professor (lektor) in Practical Theology in the
Faculty of Theology at the University of Iceland. He became Associate
Professor (dósent) in the same subject in 1981 and Professor in 1988. In
1985 he received a doctorate in canon law from the Faculty of Law of the
University of Cologne; his dissertation was entitled Geschichte und
Gegenwartsgestalt des islandischen Kirchenrechts. Bjami Sigurðsson was
very adept in Icelandic; and as a teacher of the art of preaching, he tried
hard to stimulate the feeling of his students for the Icelandic language.
9