Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Síða 13
Bjami Sigurðsson
Ferming í fjórar aldir
Upptök fermingar og fræðsluskyldu
I
Alkunna er, að ferming hefir tíðkazt í kaþólsku kirkjunni frá ómunatíð,
þar sem hún er eitt sakramentanna sjö.1 Þar vom böm fermd 7-12 ára að
jafnaði og fyrr á öldum ekki krafizt fræðslu undir fermingu, svo að
heitið gæti. Ekki minnist t. a. m. Kristinréttur Áma biskups Þórlákssonar
á, að fræðsla þurfi að fara undan fermingu. Biskup fermir böm, og af
því dregur athöfnin nafn, biskupun. Aðrir prestvígðir menn geta þó
fengið umboð páfa til að veita þetta sakramenti.2
í III. kafla Kristinréttar Áma biskups, sem er um ferminguna, segir
svo: „Næst skím er helgan sú, er ferming heitir, en sumir kalla biskupan.
Er það staðfesting viðurtekinnar trúar... Em þessar helganir, skím og
ferming, svo samtengdar, að hvomg má annarrar án vera, nema dauði
skilji á milli... Skulu allir kristnir menn, þeir sem aldur og skynsemd hafa
til þess, fastandi og vel skriftaðir taka þessa helgan og eigi oftar en eitt
sinn...“3
Á 19. kirkjuþingi kaþólsku kirkjunnar, sem stóð með 2 hléum 1545-
1563 í Tridentum,4 var því harðlega mótmælt, að sérstök trúfræðsla væri
nauðsynleg undan biskupun. Engu að síður hefir kaþólska kirkjan frætt
böm í kristnum fræðum.5
Kirkjuþingið í Tridentum ályktaði m.a. „Ef einhver segir, að biskupun
sé eigi víst og áreiðanlega sakramenti, skal hann vera útilokaður frá
kirkjunni.“6
Lúter hafnaði fermingunni sem sakramenti.7 í stað fermingar kom
fræðsla um meginþætti kristinnar trúar. Þess vegna m. a. samdi hann
Fræðin minni, Der kleine Katechismus, „handa sóknarprestum og
predikumm.“ Samt sem áður bera fræðin með sér, að þau em fyrst og
fremst ætluð heimilisfeðrum, að þeir geti haldið þeim „í einfaldleik að
heimafólki sínu,“ eins og kemur fram í fyrirsögn hvers kafla fræðanna.
í kirkjuskipan Kristjáns III. er mælt fyrir um, að í kaupstöðum og
bæjum skuli haldnar sérstakar guðsþjónustur út af fræðunum á hverjum
1 Post. 8, 14-17.
2 Kaþólsk fræði, 109.
3 Kristinréttur Áma biskups, bls. 21n.
4 Nordisk Konversations Leksikon VII, bls. 248.
5 Kaþólsk fræði, bls. 107-110.
6 Kaþólsk fræði, bls. 108.
7 Fimm höfuðjátningar evangelisk-lúterskrar kirkju, bls. 70.
11
L_