Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 15
Ferming í fjórar aldir
Skálholtsbiskup, (1558-1587), tekur svo upp hugmynd Guðbrands í
prestastefnusamþykkt 1574. í þessum samþykktum er ítrekað, að prestar
skuli ekki taka til altaris aðra en þá, sem kunna fræðin.
Guðbrandur rekur svo smiðshögg á viðleitni sína með bæklingi sínum
„Su rjetta Confirmatio,“ sem kom út á Hólum 1596. Þar býður hann, að
upp skuli tekin fullgild ferming í Hólabiskupsdæmi. Rétt „confirmatio“
einkennist fyrst og fremst á þeirri kristindómsfræðslu, sem bömin eiga
að njóta fyrir fermingu, þar sem kaþólskir kröfðust hins vegar engrar
gagngerrar fræðslu. Það verður aftur til þess m.a., að evangeliskir ferma
bömin eldri en kaþólskir. Að skilningi evangeliskrar lúterskrar kirkju
hlaut rækileg fræðsla að vera undanfari fermingar. Sýnilegt er af
bæklingi Guðbrands, að prestar hafa ekki verið ginnkeyptir fyrir að taka
upp fermingu eftir hugmynd siðbótarmanna. Ástæðan var sú, að prestar
vom margir tregir og sumir vanbúnir að verða við þeim miklu kröfum
um fræðslu, sem nýskipan fermingar krafðist.
II
Titilblað bókar Guðbrands biskups:
Su rietta Confirmatio / sem i Fyrstun[n]e hefur j Kristelegre Kirkiu tijdkud vered Og
nu er upp aptur teken og vid Magt haílden j Lande Saxen/ og annarstadar þar sem er
hreinn og klaar Euangelij Lærdomur
Saman lesen og teken vt af þeirre Saxuerskre Kirkiu Agenda/ edr Ordina[n]tiu/ Gudz
Orde til fram[m]gangs og Ungdomenum til gagns
j Hola Stigte
Af
Gudbrande Thorlaks syne
Laated Bömen koma til mijn og ban[n]ed þeim þad ecke/ þuiad þuilijkra er Himna
Rijke/ Matth XJX
Biskup leggur í bókinni mikla áherzlu á þekkingu bamanna á Catechismo
og telur upp ýmsar spumingar og svör til leiðbeiningar um, hvemig
staðið skuli að yfirhlýðslu í kirkjunni. Loks er svo „Forma
Confirmationis.“
Þessi elzta leiðbeining um fermingu í lúterskum sið á Norðurlöndum
hljóðar svo:
„Þegar þar er nu komed/ ad Bömen em x.xii edr xiiij Vetra edr þar
um/ z þau hafa lært þeirra Catechismum/ med þeirre litlu Vtskyringu
Lutheri/ z nöckrar adrar Spumingar s[e]m hier em aadur vppreiknadar/
og hafa þar a nockum skilning/ þa skal Presturen setia Forelldm[n]um
þan[n] Dag til yferhlydslu/ sem aadur er vm talad/ an[n]an z þridia epter
þann, sem mótviljaður er og hirðulaus fyrr en hann sýnir sig í því að læra þetta og
annað, sem presturinn leggur fyrir hann af guðs orði það, sem sáluhjálparinnar
lærdoma áhrærir." (Alþb. II, 374).
13