Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Side 18
Bjami Sigurðsson
„Und darauf sol der prediger sie semptlichen in gemein anreden: Ist
das euer herze und meinunge, so sprechet Ja. Und damach sol ördentlich
einer nach dem andem Ja sagen, und zu zeugnisse dem prediger die hand
darauf geben, und also den kindlein allen nach ein andem die hand auf die
heupter legen, und damach mit der ganzen kirchen also beten:
Herr Jesu Christe, der du gesprochen hast, wie viel mehr wirt mein
vater den heiligen geist geben, denen, die ihn dammb bitten. Erbarme
dich uber diese junge kinderlein, und regiere ihre herzen und gemiiter
allzeit durch deinen heiligen geist, und vormehre in ihn den waren
glauben, rechte anmfung und furcht gottes, sampt andem christlichen
tugenden, und mache aus ihnen rechtschaffene gliedmassen deiner
heiligen gemeine, und erhalt sie zu der ewigen seligkeit, dass sie dich mit
ewiger danksagung ehren und preisen miigen. Amen.“12
Við hljótum að velta því fyrir okkur, hvemig þessi tilraun Guðbrands
biskups til að koma á fermingu hafí tekizt. Vafalaust hefir honum áunnizt
vemlega, en hann hafði ekki atbeina konungsvaldsins að baki. Því má
ætla, að dregið hafi úr áhuga manna að halda fermingunni, þegar hann
var allur. Samt em heimildir fyrir því, að fermt hafi enn verið hér á
landi árið 1694, og hefir þá skipan biskups haldizt í heila öld.
Ludvíg Harboe getur þess í riti,13 að hann hafi hitt hér fyrir gamlan
mann,14 sem enn mundi fermingu sína það ár. Fer hann miklum
viðurkenningarorðum um Guðbrand biskup, ekki einungis fyrir þetta
einstaka framtak hans, heldur kynntist hann áhrifum hans á öðrum
sviðum, þó að milli 110 og 120 ár séu þá liðin frá andláti hans.
III
Er nú allt kyrrt um sinn, unz þau tíðindi verða hér og erlendis á 18. öld,
sem rekja rætur til heittrúarstefnunnar, vafalaust einnig með einhverju
ívafi frá upplýsingastefnunni.
Með nokkrum rétti má segja, að lagalegur gmndvöllur að fræðslustarfi
kirkjunnar og þar með prestanna sé lagður með kirkjuskipan Kristjáns
III. frá 1537, er hér á landi fékk gildi 1541 og 1551, og Kristjáns IV. frá
1607, er fékk hér gildi með tilskipun 29. nóv. 1622. Þá hefir hér mikið
gildi opið bréf frá 22. apríl 163515 um uppfræðslu í skilningi á fræðunum
og húsvitjanir. Þar er biskupum, próföstum, prestum og öllum kirkjunnar
þjónum skipað að láta öll böm á íslandi læra Fræði Lúters utan bókar og
yfirheyra þau í þeim. Enn fremur er prestunum skipað að húsvitja til að
ganga úr skugga um, að bömunum sé kennt, ef þau komast ekki til kirkju
12 Sehling V, 459 n.
13 DSnische Bibliothec, 588 n.
14 „ein Zeugnis eines noch lebenden Mannes.“
15 Lovs. I, 218-219.
16