Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 21
Ferming í fjórar aldir
eftirfylgja í þeirra lífemi og framferði...“26 „Þegar líður að þeirri ársins
tíð, sem confirmationin og staðfestingin upp á skímamáðina skal haldast,
skulu foreldramir láta kennimanninn vita í tíma, að þeir eiga böm, sem
ætluð em til að confirmerast, hver hann láti koma til sín, heim í sitt
hús,27 að hann vita fái, hvemig þau grundvölluð em í sínum kristindómi,
yfirheyri þau og uppfræði...
Að minnsta kosti skal þvílíkt ske hálfu misseri áður (en fermt er) og
tvisvar í hverri viku.“28 „Ef kennimaðurinn reynir, að gerðri
ánægjanlegri uppfræðingu, að þau eða þau böm em eigi í því
ásigkomulagi, að hann megi þau confirmera, þá byrjar honum í allri
ástsemi að setja þeim og þeirra foreldmm það fyrir sjónir, sannfæra þau
þar um og ráðleggja þeim að láta hvílíkt heilagt verk bíða næsta tíma þar
eftir.“29 Við heilaga fermingu forðast kennimaðurinn alla hlutdrægni og
fer ekki í manngreinarálit. Og ef honum finnst bömin ekki svara nógu
greinilega, er hann yfirheyrir þau á kirkjugólfi, þá hvetur hann þau
ljúfmannlega til að tala fijálslega og svo hátt, að fólk geti heyrt til þeirra
og skilið þau.30
Og þá kemur konungsbréf til biskupa um ferminguna31 29. maí 1744
og tilskipun um kennslu í Fræðunum gefin út sama dag32, hvort tveggja
að undirlagi Harboes. „Svo að ungdómurinn megi uppvekjast til að vilja
læra með kostgæfni að lesa á bók, þá viljum vér allranáðugast, að eitt
bam að minnsta kosti hvar einhver er læs til heimilis hjá foreldmm
þeirra, húsbændum eður nákömnum, læri að lesa á bók áður en kemur til
konfirmation."33 Fermd böm eiga undantekningarlaust að koma til
kirkju, þegar biskup vísiterar, svo að hann megi kanna, hvort
fyrirmælum um uppfræðingu hafi verið fylgt til hlítar34. Prestamir skulu
á hverjum sunnudegi uppfræða og yfirheyra ungdóminn í
bamalærdóminum og sannri guðsþekking, ef þeir vilja ei verða fyrir
ásökun og straffi.35 Þeir skulu framar öllu gæta þess, að ungdómurinn
læri vel og rétt þann Litla catechismus án þess að bæta þar nokkm við,
umbreyta eða feÚa undan, líka að hann lesi hann fram með athuga, svo að
prestamir megi ekki láta sér nægja með það, að bömin lesi hann áfram
orð fyrir orð, heldur skulu þeir grennslast eftir með spumingum, hvort
hinir ungu skilji meininguna rétt til gagns af því, sem þeir hafa fram
fært.36 Prestamir eiga við fræðslu sína að styðjast við bamalærdómskver
það, sem lögtekið hefir verið í ríkjum konungs. Þeir skulu ekki aðeins
26 Sama, 4. gr.
27 Þau „ganga til prestsins."
28 Sama, 6. gr.
29 Sama, 8. gr.
30 Sama, 10. gr.
31 Lovs. II, 305-308.
32 Lovs. II, 318-323.
33 Kgbr. 5. gr.
34 Sama, 7. gr.
35 Tilskipunin, 1. gr.
36 Sama, 3. gr.
L