Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Page 25
Ferming í fjórar aldir
Ef einhverjir höfðu ekki verið til altaris í heilt ár, guldu þeir
vanrækslu sinnar í því, að þeir máttu ekki neyta altarissakramentis, „voru
settir út af sakramenti,“ unz þeir höfðu staðið opinberar skriftir.71
Þegar þess er gætt, að fermingin var auk þess lögboðin, verður ljóst,
að rösklega er að því staðið, að enginn komist hjá að fermast. Annað er
óhugsandi en „vera tekinn í kristinna manna tölu.“
IV
í kgbr. um ferminguna 29. maí 1744 er að því fundið, að böm séu fermd
„9, 10, 11 eður 12 ára.“72 Lögð er áherzla á, að böm hafi a.m.k. náð
þeim þroska, að þau beri skynbragð á, hve veigamiklar athafnir þetta séu,
ferming og altarisganga. Líkast til hefir löggjafanum þá ekki þótt
æskilegt, að böm fermdust yngri en 13 ára. En með tsk. 25. maí 1759,1.
gr.,73er hert á þessu, þar sem segir, að böm megi ekki fermast fyrr en
þau séu orðin 14 eða 15 ára. Með „tsk, um vald biskupa til að veita
undanþágu frá fermingartsk.“ 23. marz 182774er biskupum fengin
heimild til að „veita leyfi til þess, að böm séu tekin til fermingar, þó að
nokkuð vanti á, að þau hafi náð hinum lögboðna 14 ára aldri 75 En öll
böm eiga að fermast áður en þau verða 19 ára, ef þau em hæf til að nema
bamalærdóminn.76
Athyglisvert réttindamál ber á góma í 1. gr. tsk. um fermingu 25. maí
1759, sem lögboðin var með kansellíbr. 26. maí 1781: „... Hvað þau böm
áhrærir, sem em í vist eða eiga að fara í vist eða læra handiðn einhveija,
þá viljum vér banna húsbændum þeirra eða meistumm að draga nokkuð
frá launum bamanna eða láta þau vera lengur að náminu en annars skyldi
verið hafa fyrir þá sök, að nokkur tími eyðist til uppfræðslu þeirra og
undirbúnings undir fermingu. En þótt vér viljum þannig allramildilegast
setja þá reglu, að böm eigi ekki yfir höfuð að ferma fyrr en þau em 14-
15 ára gömul, þá viljum vér þó eigi, að hlutaðeigendur skilji þetta svo
sem prestar með því séu skyldaðir til að taka bömin til fermingar fyrir
það, að þau em svo gömul orðin, hvort sem þau hafa næga þekkingu til
þess eður eigi. En það skal vera komið undir áliti hlutaðeigandi fræðara
og ábyrgð, hvort slík böm em nægilega uppfrædd og hæf til að takast til
fermingar.“ í 3. gr. staflið d) sömu tsk. er minnzt á það tilvik, að
foreldrar láti börn fermast hjá presti, sem gjöri minni kröfu um
lestrarkunnáttu og kunnáttu Fræðanna en sóknarpresturinn, þá geti
sóknarpresturinn neitað að taka bamið til altaris, imz það fullnægir þeim
kröfum um kunnáttu, sem hann gjörir til fermingarbama sinna.
71 Dönsk 1. II, 5. kafli, 27. gr.
72 4. gr.
73 Lovs. III, 366-371.
74 Lovs. IX, 165-167.
75 Sama, 1. gr„ 1. ml.
76 Sama, 2. gr.
23